[Gandur] Málstofa um íslenskan tónlistararf

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Dec 4 09:26:24 GMT 2007


Málstofa um íslenskan tónlistararf.

 

Dagana 6. og 7. desember næstkomandi gengst Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum fyrir málstofu um íslenskan tónlistararf. Markmið hennar er
að leiða saman fræðimenn og flytjendur sem fengist hafa við rannsóknir og
miðlun á íslenskum tónlistararfi, bæði þeim sem finnst í handritum og í
hljóðritum. Áhugi á þessum arfi hefur aukist mjög á undanförnum árum og því
má segja að nú séu loksins forsendur fyrir öflugum skoðanaskiptum um sögu
hans, áhrif í gegnum tíðina og gildi fyrir okkur sem nú lifum.

Málstofan fer fram í húsakynnum stofnunarinnar í Árnagarði og hefst kl. 13 á
Nikulásmessu, 6. desember.

 

Dagskrá:

Fimmtudagur 6. desember:

13.00-15.00

Gisela Attinger: Liturgiske fragmenter med musikknotasjon.

Sverrir Tómasson: Historia Nicholai.

Árni Heimir Ingólfsson: Evrópsk hámenning á hjara veraldar. Tenorlieder og
madrígalar í íslenskum sönghandritum frá 17. öld.

15.00 Kaffihlé

15.30-17.00 

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Þýskaland, Danmörk Dalasýsla: Hvar liggja
rætur gömlu sálmalaganna?

Ingibjörg Eyþórsdóttir: Gömlu lögin – tóntegundabreytingar í íslenskum
sálmalögum.

 

Föstudagur 7. desember:

9.30-12.00

Bjarki Sveinbjörnsson: Ísmús gagnagrunnurinn. Tilurð og markmið.

Bára Grímsdóttir: Endurvinnslan

Steindór Andersen: Rímnalagaútgáfa Kvæðamannafélagsins Iðunnar

12.00 Matarhlé

13.00-15.00

Njáll Sigurðsson: Elstu hljóðrit íslenskrar tónlistarsögu. 

Sigríður Pálmadóttir: Þululög og flutningur þeirra.

15.00 Kaffihlé

15.30-16.30

Örn Magnússon og Marta G. Halldórsdóttir: „Allra engla hljóðfæri“.

16.30 Öl og óformlegar umræður

 

 

Umsjón: Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Svanhildur
Óskarsdóttir

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071204/c55d3428/attachment.html


More information about the Gandur mailing list