[Gandur] AF STAÐ á Reykjanesið 3. ferð

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon Aug 13 11:04:16 GMT 2007


AF STAÐ á Reykjanesið  3. ferð – Garðstígur-gömul þjóðleið 

 

Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 19. ágúst kl. 11 í boði
Sveitarfélagsins Garðs í samvinnu við sjf menningarmiðlun og FERLIR. 


            


Gangan hefst við Hólmsneskirkjugarð í Keflavík og verður gengið í
Sveitarfélagið Garð, www.sv-gardur.is <http://www.sv-gardur.is/>   eftir
Garðstíg sem er gömul þjóðleið um 6,5 km á milli Keflavíkur og Garðs. Svæðið
býr yfir minjum og mögnuðum sögum og fróðleik sem leiðsögumenn Reykjaness
munu miðla á leiðinni. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og
fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Áætlað er að gangan taki  ca. 3-4 klst.
með stoppum. Auðveld leið en gott er að vera með nesti og í góðum skóm.
Allir á eigin ábyrgð. Rútuferð til baka kr. 500.

 

Gangan er þriðji hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um
hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða á
tímabilinu frá 6.ágúst – 2. sept. ´07. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem
göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5
gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhver heppinn fær góð
gönguverðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru beðnir
um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.

 

Sigrún Jónsd. Franklín

sjf menningarmiðlun

sjf at internet.is/6918828

 

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070813/ed79a0e2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list