[Gandur] Fyrirlestur um alþjóðamál- F. William Engdahl

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Tue Apr 17 08:55:59 GMT 2007


Fyrirlestur um alþjóðamál- F. William Engdahl



Hagfræðingurinn F. William Engdahl heldur kvöldfyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu á Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 19. apríl n.k. kl. 20:00

 

Fyrirlesturinn er byggður er á metsölubókinni "A Century of War: Anglo-American Politics and the New World Order" (Pluto Press, 2004). Í bókinni rekur Engdahl  víðtæk umsvif og áhrif alþjóðlegra olíufyrirtækja og þekktra fjármálamanna á sögu 19. og 20. aldar. A Century of War hefur nú þegar verið þýdd á  þýsku, frönsku, rússnesku, slóvensku, kóresku og arabísku. 

Engdahl hefur rannsakað og skrifað um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, landbúnað, GATT, WTO, orkumál, pólitík og efnahagsmál í meira en 30 ár. Skrif hans um þessi efni hafa mikið verið til umræðu og hafa greinar eftir hann birst í fjölda  blaða og tímarita og á vel þekktum alþjóðlegum vefsíðum, t.a. m.  Asia Times Online (www.atimes.com), Financial Sense (www.financialsense.com), www.321gold.com, www.asiainc.com, www.globalresearch.ca, Nihon Keizai Shibun í Japan, Foresight Magazine, European Banker og Business Banker International.  

Eftir að hafa lokið prófi í stjórnmálafræði frá Princeton og samanburðarhagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi vann Engdahl sem  hagfræðingur og rannsóknarblaðamaður í New York og Evrópu. Hann skrifaði um  stefnu Bandaríkjanna í orkumálum, GATT umræðurnar í Uruguay, matvælastefnu Evrópusambandsins, einokun í alþjóðlegri kornverslun, stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir þriðja heimsins, áhættusjóði (hedge funds), efnahagskreppuna í Asíu o.fl. svo nokkur dæmi séu tekin.

Engdahl er reglulega fenginn til þess ræða um pólitík og efnahagsmál á ráðstefnum um heim allan. Auk skrifta rekur hann sitt eigið ráðgjafafyrirtæki í áhættustjórnun. Meðal viðskiptavina hans eru þekktir evrópskir bankar en einnig minni fjárfestar. 

Safn af greinum eftir Engdahl er að finna á heimasíðu hans: www.engdahl.oilgeopolitics.net

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 800 krónur.



Nánari upplýsingar veitir Stefán Þorgrímsson í síma 847 5883
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070417/d493bb93/attachment.html


More information about the Gandur mailing list