[Gandur] Hvað er satt í sagnfræði? Hinir frábæru fyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins halda áfram, þriðudaginn 26. sept. kl. 12:05

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Sep 22 12:01:33 GMT 2006


Hvað er satt í sagnfræði?
Hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands heldur áfram á þriðjudaginn
kemur. Síðast hélt Þórarinn Eldjárn rithöfundur fyrirlestur um
„Ljúgverðugleika“ og var þá húsfyllir. Nú verður áfram haldið tali um
sannleika og lygi. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla
Íslands, flytur erindið „Hvað er satt í sagnfræði?“

Í erindinu verður m.a. fjallað um þessa þætti: Hlutverk sagnfræðingsins er
að leita að sannleikanum um fortíðina. Hann má  ekki skálda. Hann spyr:
Hvað gerðist? Af hverju gerðist það? Engin leið er  að upplifa fortíðina á
ný. Er hægt að endurheimta fortíðina í ritum sagnfræðinga? Er eitthvað
satt í sagnfræði?

Fyrirlestur Önnu verður þriðjudaginn 26. september í Þjóðminjasafni
Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.

-----------------------------------------------------------------------
Guðni Th. Jóhannesson
Hugvísindastofnun/Centre for Research in the Humanities
Háskóli Íslands/University of Iceland
101 Reykjavík
ICELAND
Sími/tel: +354 525 4716
Farsími/mobile: +354 895 2340
Fax: +354 525 4410



-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060922/111bab38/attachment.html


More information about the Gandur mailing list