[Gandur] Fwd: Félag áhugamanna um munnlega sögu og munnlega geymd

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Nov 22 13:23:06 GMT 2006


>
> Áhugamenn um munnlega sögu og munnlega geymd
>
>
>
> Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun Miðstöðvar munnlegrar  
> sögu. Við sem stöndum að undirbúningi hennar finnum fyrir miklum  
> áhuga meðal fræðimanna, safnafólks og kennara á munnlegum heimildum  
> og notkun þeirra í rannsóknum og kennslu. Við höfum því ákveðið að  
> hafa frumkvæði að því að boða til fundar til að kanna vilja fólks  
> til að stofna félag áhugamanna um munnlega sögu og munnlega geymd.
>
>
>
> Það er von okkar að félag þetta geti orðið vettvangur fyrir alla þá  
> sem stuðla vilja að varðveislu munnlegra heimilda og auknu vægi  
> þeirra í rannsóknum í ýmsum fræðigreinum. Við vonumst til að þarna  
> geti fræðimenn (sagnfræðingar, þjóðfræðingar, mannfræðingar o.fl.),  
> kennarar (grunnskóla, framhaldsskóla og háskólakennarar) og fólk er  
> starfar á söfnum skipst á skoðunum og upplýsingum um hvað eina sem  
> varðar munnlegar heimildir.
>
>
>
> Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Árnagarði í Háskóla Íslands,  
> þriðjudaginn 28. nóvember kl. 16:30. Við hvetjum alla sem áhuga  
> hafa á munnlegri sögu og munnlegri geymd til að mæta á fundinn.
>
>
>
> Bestu kveðjur,
>
> Sigrún Sigurðardóttir og Unnur María Bergsveinsdóttir
>
>
>
> ----
>
> Unnur María Bergsveinsdóttir
>
> Starfsmaður undirbúningsnefndar um stofnun Miðstöðvar munnlegrar sögu
>
> Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
> Arngrímsgötu 3
> 107 Reykjavík
>
> sími: 525-5776
> gsm: 691-0374
> netfang: unnurm at bok.hi.is
> vefsíða: www.munnlegsaga.is
>
>
>
>

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list