[Gandur] [Fwd: Sýningaropnun í Boganum: Guðrún Bergsdóttir - Hu garheimar]

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Nov 7 10:42:17 GMT 2006


--------------------------- Upprunalegt Skeyti ---------------------------
Titill:     Sýningaropnun í Boganum: Guðrún Bergsdóttir - Hugarheimar Frá:
       Guðrún Dís Jónatansdóttir <gudrun.dis.jonatansdottir at reykjavik.is>
Dagsetning: þri, nóvember 7, 2006 9:44 am
Til:        Guðrún Dís Jónatansdóttir
<gudrun.dis.jonatansdottir at reykjavik.is>
--------------------------------------------------------------------------

Fréttatilkynning frá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Guðrún Bergsdóttir
Hugarheimar

10. nóvember - 21. janúar 2007



Guðrún Bergsdóttir opnar sýningu á útsaumsverkum og tússteikningum í 
Boganum,
Gerðubergi, föstudaginn 10. nóvember kl. 16.

Rauður ferningur tekur við af gulum, síðan grænn; litirnir þjappa sig 
saman og mynda formfasta tröð litaflata eins og þeir sæki traust sitt til 
hvers annars. Næsta mynd getur ekki orðið eins. Græni ferningurinn fær nú 
gulan kjarna og innan hans er enn einn litaflöturinn, eins og horft sé inn
 um glugga eða dyragátt; reglan og formfestan eru enn í skorðum. Og næsta 
mynd getur heldur ekki orðið eins, enn minnka formin, ferningarnir eru hér
 enn en við bætast skálínur og tíglar sem ramma inn skrautlega litafleti
og  allt verður ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og forma; eins
og  íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá
Austurlöndum. Og  enn smækka formin og litafletirnir þar til aðeins einn
litur er í hverjum  krossi og formfestan horfin, litirnir dansa og iða
fullir af kátínu og  frelsiskennd og vitna um hina óheftu tjáningu sem
sprettur fram úr  hugarheimi Guðrúnar Bergsdóttur.

Guðrún Bergsdóttir er fædd 27. júlí 1970. Fyrstu skólaárin var hún í 
Lækjarskóla og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en stundaði síðan nám við 
Öskjuhlíðarskóla í 7 ár. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið hjá
Fullorðinsfræðslu fatlaðra, nú Fjölmennt, m.a. í textílsaumi og vélsaumi. 
Krosssaumsmyndirnar sem hún gerir eru ólíkar því sem hún gerði í skólanum;
 þar saumaði hún út áteiknað mynstur en núna kemur innblásturinn algerlega
 úr hennar eigin hugarheimi og myndefnið er spunnið upp jöfnum höndum. Það
 var árið 2000 sem Guðrún hóf sjálfstætt að feta með nál og þræði beinar 
brautir útsaumsstrammans, en fylgdi svolítið varkár í fyrstu reglufestu 
hins ofna grunns en þó með sínu eigin lagi. Athyglisvert er að sjá þá 
þróun sem hefur átt sér stað á þeim sex árum síðan hún byrjaði á þessari 
tómstundaiðju sinni. Í dag fremur hún algerlega frjálsan spunadans; einu 
mörkin eru stærð strammans því hugarheimur Guðrúnar spannar óravíddir.

Áður en Guðrún tók til við að sauma út hafði hún málað tússmyndir sem bera
 sömu einkenni; sterkir litir og smá samfléttuð form með fullkomna og 
sjálfsprottna myndbyggingu, sem skólagengnir myndlistarmenn mættu öfunda 
hana af.

Guðrún hefur síðastliðinn áratug unnið í Ási vinnustofu, sem er verndaður 
vinnustaður á vegum Styrktarfélags vangefinna, og síðustu sumur einnig í 
gróðurhúsinu í Bjarkarási hluta úr degi. Hún unir vel hag sínum á báðum 
stöðum, enda eru þar frábærir leiðbeinendur sem tekst að gera
vinnuumhverfið öruggt og hvetjandi. Guðrún býr enn í foreldrahúsum; 
foreldrar hennar eru Sigríður Skaftfell og Bergur Þorleifsson.

Sýningarstjóri: Harpa Björnsdóttir





Guðrún Dís Jónatansdóttir
Verkefnastjóri / Project Manager
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
Beinn sími / Direct tel.: +354 575 7706, +354 899 1969
gudrun.dis.jonatansdottir at reykjavik.is
www.gerduberg.is


-----------------------------------------------------------------------
Reglur um trúnað í tölvupóstsamskiptum: http://www.reykjavik.is/trunadur

-----------------------------------------------------------------------
Reglur um trúnað í tölvupóstsamskiptum: http://www.reykjavik.is/trunadur
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061107/c60c9088/untitled-1.1-0001.html
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: untitled-1.2
Type: image/gif
Size: 105331 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061107/c60c9088/untitled-1-0001.gif
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: untitled-1.3
Type: image/jpeg
Size: 1749 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061107/c60c9088/untitled-1-0001.jpe
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: frettatilkynning.doc
Type: application/octet-stream
Size: 804352 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061107/c60c9088/frettatilkynning-0001.obj


More information about the Gandur mailing list