[Gandur] kynning á þjóðbúningum

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Jan 17 20:47:54 GMT 2006


> Fréttatilkynning
>
> Faldbúningur og íslensk karlmannaföt
>
> Heimilisiðnaðarfélag Íslands kynnir íslenska þjóðbúninga;  
> karlmannabúninginn og faldbúninginn frá um 1800,
> laugardaginn 21.janúar kl. 11 - 13 í húsnæði félagsins að  
> Laufásvegi 2.
>
> Verður kynning á búningum, sýning á vinnubrögðum þeim  
> tengdum, veittar upplýsingar um hverning skal klæðast búningunum  
> og upplýsingar um námskeið.
>
> Gestum og gangandi er boðið að líta við, spjalla við okkur og  
> fræðast.   Ókeypis aðgangur.
>
> Hefur verið mikil vakning á síðustu árum á eldri gerðum  
> íslensku þjóðbúninganna;  faldbúningnum, skautbúningnum,  
> kyrtlinum, 19.aldar upphlutnum og íslenska herrabúningnum.  Í  
> nokkur ár hefur verið boðið upp á námskeiðaröð í því að  
> sauma þessa búninga og er Heimilisiðnaðarfélag Íslands er eini  
> aðilinn sem veitir þessa þjónustu.
>
> Með kveðju,
>
> Ásdís Birgisdóttir, ráðskona Heimilisiðnaðarfélags Íslands
> Laufásvegi 2, 101 Reykjavík.
> s. 551-5500 / 551-7800 / 895-0780
> hfi at heimilisidnadur.is
> www.heimilisidnadur.is
>  
-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/mixed


More information about the Gandur mailing list