[Gandur] Sagnakvöld á Kálfatjörn

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Jan 16 22:49:18 GMT 2006


Sagnakvöld í Kálfatjarnarkirkju.

Fimmtudaginn 19. janúar kl. 20:00 – 22:00 ætla leiðsögumennirnir  
Sigrún Franklín, Viktor Guðmundsson og Ómar Smári Ármannsson að bjóða  
íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í Kálfatjarnarkirkju á  
vegum Leiðsögumanna s.e.s  í samvinnu við Minjafélag  
Vatnsleysustrandar og Mark-Hús ehf.

Saga Voga- og Vatnsleysustrandar er  mjög áhugaverð. Leiðsögumenn  
Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess  
hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa  
og annarra gesta.

Sigrún segir frá  helstu munum og minjum á Kálfatjörn og þar í kring  
og sagnir þeim tengdum.

Viktor segir sagnir af fræknum útvegsmönnum og blómlegum útvegi á  
Vatnsleysuströnd á seinni hluta 19. aldar.

Ómar segir frá seljabúskap, sem var mikið stundaður í  
Vatnsleysustrandarhreppi á fyrri öldum, og sýnir myndir af minjum frá  
þeim búskap.

Milli atriða verður fjöldasöngur við undirleik Þorvaldar Arnar  
Árnasonar.

Að lokum verður boðið upp á  kaffi og smákökur í skálanum við kirkjuna.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

www.reykjanesguide.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060116/443390d5/attachment.html


More information about the Gandur mailing list