[Gandur] Hvað er guðfræði? Ráðstefna 1. október 2005.

ReykjavíkurAkademían reykjavikur at akademia.is
Wed Sep 28 10:52:09 GMT 2005


Hvað er guðfræði?

Ráðstefna á vegum Glímunnar


Næstkomandi laugardag, 1. október, verður haldin ráðstefna þar sem glímt er við spurninguna: "Hvað er guðfræði?" Markmið ráðstefnunnar er að veita innsýn í viðfangsefni guðfræðinnar og þær ólíku aðferðir sem beitt er innan hennar.

Auk þess verður varpað ljósi á tengsl guðfræði og heimspeki og stöðu guðfræðinnar í vísindaheiminum. 

Ráðstefnan fer fram í ráðstefnusal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut, 4. hæð, og stendur frá kl. 11.00-16.00. Aðgangur er ókeypis. 

Fyrirlesarar og dagskrá

Dr. Kristinn Ólason, gamlatestamentisfræðingur:

Möguleikar og takmarkanir biblíulegrar guðfræði.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur:

Iðkun guðfræði. Kynjafræðilegt sjónarhorn á guðfræðilegar rannsóknir.

Clarence E. Glad, PhD, nýjatestamentisfræðingur:

Guðfræði Nýja Testamentisins. Leifar úreltra viðhorfa? Ó já, og þó, kannski ekki! 



Hlé. Kaffi og kleinur.



Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, trúfræðingur: 

Hefð og heimfærsla.

Egill Arnarson, MA, heimspekingur:

Heimspeki og guðfræði í blíðu og stríðu.

Steindór J. Erlingsson, PhD, vísindasagnfræðingur:

"Það getur verið gaman að ræða við gáfaðan heiðingja": Samskipti trúarbragða og vísinda í tímans rás.

Viðbrögð: Ingunn Ásdísardóttir, MA, þjóðfræðingur.

Ráðstefnustjórnandi: Gunnbjörg Óladóttir, MTh.

Ráðstefnuslit.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050928/a8716046/attachment.html


More information about the Gandur mailing list