[Gandur] Ólík örnefni, ólíkar gyðjur. Um Frigg og Freyju í norrænum örnefnum

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Fri Nov 11 14:50:41 GMT 2005


Ólík örnefni, ólíkar gyðjur. Um Frigg og Freyju í norrænum örnefnum
Árnagarður, 15. nóv, kl. 17.15 (st. 201).

Þjóðfræðingurinn Ingunn Ásdísardóttir heldur fyrirlestur á vegum  
Félags þjóðfræðinga á Íslandi  þriðjudaginn 15. nóvember.  
Fyrirlesturinn, sem byggist á MA-ritgerð Ingunnar, nefnist  Ólík  
örnefni, ólíkar gyðjur. Um Frigg og Freyju í norrænum örnefnum og fer  
fram í stofu 201 í Árnagarði  kl. 17.15.

Örnefni geta haft mikilsvert heimildagildi á ýmsum sviðum, þar á  
meðal á sviði átrúnaðar í heiðnum sið. Hér er fjallað um norræn forn  
örnefni en þau geta t.d. gefið upplýsingar um dýrkun heiðinna goða á  
Norðurlöndum, útbreiðslu hennar og hugsanlega styrk og átrúnað  
einstakra goða á mismunandi stöðum. Athyglinni er einkum beint að  
nöfnum vanagoðanna þriggja, ásamt nafni Friggjar, í þeim tilgangi að  
skoða hvernig örnefni sem tengjast þessum goðum geta varpað ljósi á  
gyðjurnar tvær, Frigg og Freyju, rætur þeirra, átrúnað á þær og  
útbreiðslu hans. Fyrirlestur þessi er byggður á einum kafla úr MA- 
ritgerð Ingunnar, sem fjallar um rætur Friggjar og Freyju. Ingunn  
útskrifaðist með MA-próf í þjóðfræði sl. vetur.

Nánari upplýsingar um starf Félags þjóðfræðinga er að finna á  
slóðinni http://www.akademia.is/thjodfraedingar/

Allir velkominir!

Með kveðju f. hönd félagsins,

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh





-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20051111/e4babde9/attachment.html


More information about the Gandur mailing list