[Gandur] Í jöklanna skjóli

gisli.sverrir at thjodminjasafn.is gisli.sverrir at thjodminjasafn.is
Wed Nov 2 14:14:32 GMT 2005


Í jöklanna skjóli: 
heimildakvikmynd um horfna lifnaðarhætti í Skaftafellssýslum.
Sýnd í Þjóðminjasafni Íslands 

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasjóður Skaftfellinga hafa tekið höndum 
saman um að sýna heimildakvikmyndina Í jöklanna skjóli sem Vigfús 
Sigurgeirsson ljósmyndari tók á árunum 1952-1954 í Skaftafellssýslum. 
Skýringartexta samdi Jón Aðalsteinn Jónsson og er hann jafnframt flytjandi 
textans. Kvikmyndin er í all mörgum þáttum og eru tveir til þrír þættir 
sýndir hverju sinni.

Kvikmyndin er sýnd í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:00. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 
17:00 verða þessir þættir á dagskrá:

§       Samgöngur: flutningar á sjó
§       Samgöngur: flutningar á landi og í lofti

Síðasti hluti kvikmyndarinnar verður sýndur 1. desember. Þá verða þessir 
þættir á dagskrá:

§       Kolagerð
§       Meltekja
§       Úr Mýrdal í Lón

Að lokinni kvikmyndasýningu hverju sinni verður safnið opið gestum til kl. 
21:00 og ennfremur Kaffistofa og Safnbúð. Sérfræðingur Þjóðminjasafnsins 
mun leiða gesti um þá hluta grunnsýningar safnsins sem tengist efni 
kvikmyndarinnar hverju sinni. 

Kær kveðja,
_________________________________________
Gísli Sverrir Árnason kynningarstjóri/Public Relations Manager
Þjóðminjasafni Íslands/National Museum of Iceland
Suðurgötu 41, 101 Reykjavík
Sími/Tel.: 530 2200 og/and 530 2209. GSM: 824 2039
gisli.sverrir at thjodminjasafn.is
www.thjodminjasafn.is/www.nationalmuseum.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20051102/a9d99d11/attachment.html


More information about the Gandur mailing list