[Gandur] ofbeldi og kyn órar - eitthvað fyrir þjóðfræð inga

Gisli Sigurdsson gislisi at hi.is
Wed May 18 16:23:04 BST 2005


Komiði sæl,

Stephen A. Mitchell, norrænufræðingur og prófessor í þjóðfræði við Harvard
háskóla, heldur fyrirlestur föstudaginn 20. maí klukkan 12:15 í stofu 101 í
Odda, húsi Háskóla Íslands, um kynferðislegt ofbeldi, kynóra karla,
ástargaldur og rúnaristur að fornu, með sérstöku tilliti til sagnarinnar „að
serða“. Hann nefnir erindi sitt: „Rannveig rauðu skaltu serða“: Sexual
Coercion, Male Fantasies and Charm Magic in the Nordic Middle Ages.
Fyrirlesturinn er í boði hugvísindadeildar, Árnastofnunar og
félagsvísindadeildar og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mitchell hefur skrifað mikið um galdra og goðsöguleg efni í norrænni hefð,
og einnig fjallað um víkinga og íslenskar fornsögur. Af bókum hans má nefna
Heroic Sagas and Ballads sem kom út árið 1991 og greinir hetjusagnahefð á
Íslandi á síðmöldum í ljósi ritunartímans og þeirrar arfleifðar sem sögurnar
endurspegla. Mitchell er einn umsjónarmanna með munnmenntasafni Milman Parry
við Harvard háskóla, The Milman Parry Collection of Oral Literature.

Með von um að sjá sem flest ykkar á föstudaginn,
Gísli

-- 
Gísli Sigurðsson, vísindamaður
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
Háskóla Íslands
IS-101 Reykjavík

gislisi at hi.is
http://www.am.hi.is/

Sími: +354 525 4013, farsími: +354 696 8387, heima: +354 551 3387
bréfsími: +354 525 4035




More information about the Gandur mailing list