[Gandur] Flogið og synt í Hafnarhúsinu

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Tue Jun 28 15:34:19 BST 2005


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Flogið og synt í Hafnarhúsinu 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1360,22,58cbcb44fe64755970c0254501be6bd0


Flogið og synt

Dagana 1. – 6. júlí verður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir meðlimur í Dieter Roth akademíunni með opið verkstæði í porti Hafnarhúss, Listasafns Reykjavíkur. 

Á tímabilinu mun listakonan vinna að verki, sem ber yfirskriftina Flogið og synt, ásamt þátttakendum sem hafa að undanförnu sótt listasmiðjur hjá henni á Seyðisfirði og í Freyjulundi. 

Aðalheiður býður einnig fjölskyldum að taka þátt í námskeiði hjá sér í Hafnarhúsinu helgina 2. og 3. júlí frá kl. 13 – 16.  

Í tengslum við verksmiðju Aðalheiðar verða daglegar menningaruppákomur í fjölnotasal Hafnarhússins, sem nefnast Á slaginu 12 þar sem hinir ýmsu listamenn stíga á stokk frá kl. 12 – 13. 

Dagskráin er eftirfarandi: 
1.7. Helgi Svavar Helgason og félagar, Jamsession
2.7. Guðbrandur Siglaugsson, Ljóðlestur
3.7. Þorsteinn Gylfason les upp úr eigin ljóðaþýðingum
4.7. Fjölþjóðabandið Mimoun frá Amsterdam
5.7. Boekie Woekie: Henrietta Van Egten - birdday / birthday
6.7. Joris Rademaker. Línudans - hreyfigjörningur fyrir 1 dansara, 1 myndvarpa, 1 ljóskastara, 1 kaðal, 1 tónverk 1 spagettídisk

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í síma 865-5091

Kær kveðja, 
Soffía Karlsdóttir
Kynningarstjóri 
Listasafn Reykjavíkur 
Sími 590-1202 / 820-1202





--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050628/6af0e52b/attachment.html


More information about the Gandur mailing list