[Gandur] .. en í tjaldi áður þar en dagsetningin gleymdist

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Thu Jun 23 13:24:45 BST 2005


Kæru félagar!
Nú fer að líða að hinni árlegu draugarannsóknarferð þjóðfræðinga,
þjóðfræðinema, skyldmenna og vina um Kjalveg hinn forna. Lagt verður af
stað frá Odda þann 9. júlí og komið til baka seint þann 10.  Gengið verður
með
Hvítárnesdraugnum fyrsta spölinn frá skálanum við Hvítárvatn og sem leið
liggur í fótspor þeirra Reynistaðabræðra norður með Hrútfellinu, framhjá
Kjalfelli og í Þjófadali. Ferðin tekur tvo daga og gist er i skálanum við
Þverbrekknamúla. Þar hefur okkur tekið að fá gistingu fyrir 16 manns
þannig að fyrstir sem panta fyrstir fá. Upplýsingar um útbúnað og nánari
ferðalysingu (ef þess þykir þörf) fæst hjá undirritaðri
Með kveðju og góðum óskum Kristín Einarsdóttir s.6983105

Lauslegur útbúnaðarlisti:
húfu og vettlinga
vatnsbrúsi
nestisbox (nesti fyrir daginn)
göngusokkar
Gönguskó
göngubuxur (ekki gallabuxur)
útivistarnærföt - a.m.k. bolur - (ekki bómull)
flíspeysa/ullarpeysa
regngalli (tvískiptur)
svefnpoki
tannbursti/tannkrem/þvottapoki/lítið handklæði/sápa
aukasokkar
auka nærföt
plástur
aukabolur
brauð
álegg
musli
swiss miss 4 bréf (notað út á muslið)
pasta eða annar matur





More information about the Gandur mailing list