[Gandur] FW: Landsbyggðaráðstefna þjóðfræðinga og sagnfræðinga

Rakel Pálsdóttir rakel.palsdottir at edda.is
Tue Feb 1 13:10:06 GMT 2005



>  
> Eiðar 2005
> 
> Landsbyggðarráðstefnan árlega verður haldin að Eiðum á Austurlandi 3.-5.
> júní næsta sumar. Að ráðstefnunni standa Sagnfræðingafélag Íslands, Félag
> þjóðfræðinga á Íslandi og heimamenn eystra. Ráðstefnugestir munu gista og
> funda að Eiðum, hinu gamalgróna mennta- og menningarsetri, og má fullyrða
> að betri staður til ráðstefnuhalds sé vandfundinn á landinu (sjá heimasíðu
> Eiða, www.eidar.is). Náttúrufegurð er rómuð á þessum slóðum og hér gefst
> því frábært tækifæri til að fræðast og treysta vinabönd í góðra vina hópi.
> Einnig verður haldið í fræðslu- og kynningarferðir niður á firði og að
> Skriðuklaustri og virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.
> 
> Þeir, sem vilja halda erindi á ráðstefnunni, eru hvattir til að hafa
> samband við fulltrúa félagsins í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar (sjá
> upplýsingar að neðan). Meginþema ráðstefnunnar er erlend áhrif á Austurlandi.
> Öll boð um erindi verða þó tekin til mjög athugunar. Stefnt er að því að ná 
> hagstæðu verði fyrir gistingu á Eiðum og flugi fá Reykjavík austur fyrir 
> þá sem það þurfa. Öll skipulagning verður mun auðveldari, því fyrr sem 
> fjöldi fyrirlesara liggur fyrir og biðjum við áhugasama þess vegna um að hafa samband fyrr
> en seinna. Undirritaðir veita allar nánari upplýsingar.
> 
> Kristín Einarsdóttir kristine at hi.is
> Rakel Pálsdóttir rakel.palsdottir at edda.is
> Guðni Th. Jóhannesson gudnith at hi.is
> Svavar Hávarðsson svavarha at simnet.is
> 
> 
> 
> 
> Rakel Pálsdóttir
> Kynningarstjóri
> Þróunardeild
> Edda útgáfa
> Suðurlandsbraut 12
> 108 Reykjavík
> Sími: 522-2000/522-2125/660-2025
> 
> 



More information about the Gandur mailing list