[Gandur] Menningarstefna, menningararfur, menningarfræði

Valdimar Tr. Hafstein valdimar at uclink4.berkeley.edu
Wed Jan 14 13:21:06 GMT 2004


Menningarstefna, menningararfur, menningarfræði
16. til 17. janúar 2004 í Norræna húsinu

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Föstudagur 16. janúar

kl 15:00-17:30
Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
Tony Bennett, The historical universal: Cultural capital and cultural policy
Barbro Klein, Reflections on nationbuilding, heritage politics, and ethnic 
diversity


Laugardagur 17. janúar

kl 11:00-13:15
Jón Ólafsson, Togstreitan í menningunni
Hallfríður Þórarinsdóttir, Málpólitík -- menningarpólitík: Hver ræður, hvað 
ræður, hvers vegna?
Svanhildur Konráðsdóttir, „How do you like Iceland?“ Menningarleg 
ímyndarsköpun og vörumerkið Reykjavík
Úlfhildur Dagsdóttir, Að lesa (í) myndir? Myndlæsi og myndlestur

kl. 13:15-14:30 Hádegishlé

kl. 14:30-16:15
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Menningararfur á safni
Birgir Hermannsson, Hvað eru Þingvellir? Um menningarlegan grundvöll 
íslenska þjóðríkisins
Sveinn Einarsson, UNESCO og menningarleg fjölbreytni

kl 16:30-17:30
Pallborðsumræður með öllum fyrirlesurum


Tony Bennett er prófessor í félagsfræði við Open University í Bretlandi og 
einn þekktasti talsmaður menningarfræðinnar á alþjóðavísu. Bennett hefur um 
langt skeið rannsakað menningarstefnu og ritað margt um það efni. Eftir 
hann liggja t.a.m. bækurnar Culture: A Reformer´s Science og The Birth of 
the Museum: History, Theory, Politics. Á næsta ári kemur út bók eftir 
Bennett um þróunarsöfn á 19. öld og samband þeirra við frjálslyndisstefnu í 
breskum stjórnmálum, en auk þess er hann með í smíðum rit um sögu 
menningarstefnu á Vesturlöndum frá Upplýsingu til fjölmenningar.

Barbro Klein er forseti sænsku félagsvísindaakademíunnar (SCASSS) og 
fyrrverandi prófessor í þjóðfræði við háskólann í Stokkhólmi, 
Kaliforníuháskóla í Berkeley, Pennsylvaníuháskóla í Fíladelfíu og við New 
School í New York. Hún hefur margt ritað um menningararf og er einhver 
helsti sérfræðingur á Norðurlöndum á því sviði. Eftir hana liggja t.d. 
bækurnar Gatan är vår! Ritualer på offentliga platser, Swedish Folk Art: 
All Tradition is Change og To Make the World Safe for Diversity: Towards an 
Understanding of Multi-Cultural Societies.

Auk hinna erlendu gesta munu innlendir fræðimenn ræða menningarstefnu og 
menningararf frá ólíkum hliðum.

Athugið að áður en ráðstefnan hefst halda Tony Bennett og Barbro Klein sitt 
hvora málstofuna. Þær málstofur eru eingöngu ætlaðar þeim sem skrá sig 
fyrirfram og greiða skráningargjöld, en þegar er fullbókað á þær.

Ráðstefnan er haldin á vegum ReykjavíkurAkademíunnar í samstarfi við 
menntamálaráðuneytið, Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Lesbók 
Morgunblaðsins, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Hugvísindastofnun 
Háskóla Íslands og með stuðningi bresku og sænsku sendiráðanna í Reykjavík. 
Hún er liður í röð þverfaglegra rannsóknarstefna sem ber yfirskriftina H21 
- Hugmyndir á 21. öld, sem ReykjavíkurAkademían hyggst framvegis standa að 
á hálfs árs fresti.  
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20040114/80b271b3/attachment.html


More information about the Gandur mailing list