[Gandur] (no subject)

Andrea Hardardóttir andrea@snerpa.is
Mon, 31 Mar 2003 20:45:17 +0400


   Hér að neðan er dagskrá ráðstefnu sem ber heitið Vestfirðir - aflstöð
íslenskrar sögu og haldin verður á Ísafirði í júní. Tilgangur
ráðstefnuhaldsins er m.a. að vekja athygli á sögu Vestfjarða á miðöldum og
mikilvægi svæðisins í Íslandssögunni, á þeim tímum sem það var í
fararbroddi sögulegrar þróunar.



Vestfirðir : aflstöð íslenskrar sögu
Ráðstefna haldin í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði,
dagana 13. til 15. júní 2003


Dagskrá: 
Föstudagur 13. júní
Kl. 18
Setning: NN
Ögmundur Helgason: Opnun á sýningu um handrit frá Vestfjörðum

Frjáls tími

KL. 21.00  - 23.00
Móttaka í Neðstakaupstað í boði Sögufélags Ísfirðinga


Laugardagur 14. júní

Kl. 9.00  - 10.30           

Málstofa 1
Helgi Skúli Kjartansson: Um landhlutasögu sem viðfangsefni.
Torfi H.Tulinius: Sérstaða Vestfjarða: landkostir, staðsetning, samgöngur,
sjávarútvegur
Adolf Friðriksson: Fornleifar á Vestfjörðum

Kaffi 

Kl. 10.50  - 12.20           
Málstofa 2
Jón Viðar Sigurðsson: Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Helgi Þorláksson: Fiskur og höfðingjar á miðöldum.
Ragnar Edvardsson: Fornminjar og alþýðumenning.

Matur

Kl. 13.30  - 15.00           
Málstofa 3
Þórður Ingi Guðjónsson: Handrit og varðveisla Gísla sögu Súrssonar
Bergljót S. Kristjánsdóttir: Túlkun Gísla sögu.
Carol J. Clover: Gísla saga sem leynilögreglusaga.

Kaffi
 
Kl. 15.15  -  16.00           
Plenum fyrirlestur
Sverrir Tómasson: Rímur og aðrar vestfirskar bókmenntir á síðmiðöldum.


Ferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Þórir Örn Guðmundsson verður
leiðsögumaður. 
Lagt verður af stað kl. 16.15. Kynning á Gíslaverkefni í menningartengdri
ferðaþjónustu.


Kl. 21.00 
Hátíðarkvöldverður
Dagskrá:
Tónlist eftir Ólaf frá Söndum í flutningi sönghópsins ,,Vestan fjögur"
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: ,,Syng mín sál með glaðværð góðri " Af
tónlistarlífi þriggja kynslóða í Vestur-Barðastrandasýslu.


Sunnudagur 15. júní
 
Kl. 9.00  - 10.30           
Málstofa 4
Ásdís Egilsdóttir: Dýrlingur Vestfjarða. Um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar.
Úlfar Bragason: Fóstbræðra saga og munnleg geymd.
Ólína Þorvarðardóttir: Galdramenning á Vestfjörðum.

Kaffi
  
Kl. 10.50  - 12.30           
Málstofa 5
Þórunn Sigurðardóttir: Vestfirskur ,,aðall" á 17.öld: Mótun sjálfsmyndar.
Þóra Kristjánsdóttir: Vestfirskur aðall, - ljóslifandi meðal vor. Um myndir
frá 17.öld af vestfirsku fyrirfólki.
Davíð Ólafsson: ,,Skrifaðar í köldum sjóbúðum... " Sighvatur Grímsson
Borgfirðingur og miðlun bókmenningar á Vestfjörðum á síðari hluta 19.aldar.

Matur

Kl. 13.00  - 14.30           
Málstofa 6
Atli Ólason: ,,Tveir tréfætur á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. "
Halldór Bjarnason: Samband útgerðar og utanlandsverslunar á Vestfjörðum á
19.öld.
Jón Þ. Þór: Hákarlinn og endurreisn íslensks efnahagslífs á 19.öld.
  
Kaffi

Kl. 14.45  - 16.15           
Málstofa 7
Veturliði Óskarsson: Vestfirski orðaforðinn í vasabókum Björns M. Ólsens
Gylfi Gröndal: Kjördæmi Ásgeirs Ásgeirssonar
Unnur Dís Skaptadóttir: Vestfirsk fjölmenning. Um menningarlega fjölbreytni
í sjávarþorpum nútímans.


 
Kl. 16.15  - 17.00           
Pallborðsumræður
Jón Jónsson á Galdrasafninu á Ströndum stýrir umræðum um ,,Vestfirska
fortíð: hvernig er hægt að nota hana til eflingar á ferðaþjónustu, menntun
og menningu á Vestfjörðum í framtíðinni? "



Kl. 17.00            Ráðstefnuslit

 
Skráning á ráðstefnu:
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í síma 450-3000,
Hugvísindastofnun <mailto:hugvis@hi.is>hugvis@hi.is
Andrea Harðardóttur,  andrea@snerpa.is


 Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að taka fram eftirfarandi:

Koma þeir á eigin vegum eða vilja þeir láta panta flugfar fyrir sig?

Þátttaka í hátíðarkvöldverði, laugardaginn 14. júní

Þátttaka í ferð í Haukadal, laugardaginn 14. júní kl. 16:15


Ath. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að panta gistingu (nema fyrirlesarar og
fylginautar þeirra)
Þátttakendur verða að taka fram, þegar þeir panta gistingu, að þeir séu
ráðstefnugestir ef þeir ætla að fá þetta verð sem hér er sett fram.

Sumarhótel - heimavist Menntaskólans á Ísafirði.  Sími 456-4111
>
> Eins manns herbergi, 5490 kr. nóttin ef gist er tvær nætur, morgunmatur
> innifalinn. (Verðið verður 6100 kr ef einungis er pantað fyrir eina nótt.)
>
> Tveggja manna herbergi, 3960 kr. nóttin á manninn ef gist er tvær nætur,
> morgunmatur innifalinn.
> ( Verðið er 4400 kr á manninn ef einungis er pantað fyrir eina nótt)
>
 Hér er líka hægt að fá svefnpokapláss.
>
>
> Gamla gistihúsið, Mánagötu 5. Sími 456-4146
> Nóttin kostar 3500 kr. á manninn með morgunmat.
>
> Gistiheimili Áslaugar, Hæstakaupstað. Sími 456-3868
> Eins manns herbergi, 3700 kr.
> Tveggja manna herbergi, 5200 kr. nóttin ( 2600 kr. á manninn)
> Þriggja manna herbergi, 7000 kr. nóttin  (2333 kr. á manninn)
> Einnig er hægt að fá svefnpokapláss.
> Morgunmatur er ekki innifalinn í verðinu og verður að panta hann sér, ca.
> 900 kr.
>
> Gistiheimili Auðar Ásbergs, Mánagötu 6. Sími 868-7699
> Uppbúið rúm, 2500 kr. á manninn. Morgunmatur er ekki innifalinn.
>

> Þátttakendur verða að taka fram, þegar þeir panta gistingu, að þeir séu
> ráðstefnugestir ef þeir ætla að fá þetta verð sem hér er sett fram.
>
>
> Flug
> Flug frá Reykjavík til Ísafjarðar og til baka er 13.030 kr. á manninn.
>Pantað verður í gegnum Vesturferðir á Ísafirði.

> Þátttakendum er einnig bent á nettilboð Flugfélagsins en þá verða þeir
> sjálfir að bóka sig á netinu og greiða með korti. Ekki er hægt að breyta
> þeim fargjöldum þegar menn eru búnir að skrá sig og þau birtst með tveggja
> vikna fyrirvara, takmarkaður sætafjöldi.
>
> Matur
> Laugardagskvöldið 14. júní 2003. Hátíðarkvöldverður, 2900 kr. Drykkir eru
>ekki innifaldir.
>
>
> Ferð í Haukadal
>
> 700-800 kr. á manninn. Fer eftir fjölda þátttakenda.
>
>
> Þetta er það verð sem okkur stendur til boða.

Ef fólk hefur áhuga á að  keyra vestur,  er upplagt að nota tækifærið,
lengja fríið og fara Vestfjarðahringinn.