[Folda] Móttaka fyrir nýja erlenda nemendur 23. ágúst

Kolbrún M. Hrafnsdóttir kolbrunh at hi.is
Tue Aug 21 17:55:13 GMT 2018


Komiði sælir formenn nemendafélaga við HÍ.

Kynningardagar fyrir erlenda nemendur verða haldnir dagana 22.-24. ágúst. Hápunkturinn í dagskránni er móttaka á Háskólatorgi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 17. Þá ávarpa rektor og formaður Stúdentaráðs nemendur, farið verður í gönguferðir um háskólasvæðið og að lokum verður boðið upp á grillaðar pylsur. Síðan tekur DJ við í Stúdentakjallaranum.

Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með dagskránni í samvinnu við alþjóðanefnd SHÍ. Sem lið í því að bæta enn frekar móttöku og aðlögun erlendra nema langar okkur að stinga þeirri hugmynd að ykkur að félögin bjóði erlendum nemum sérstaklega að gerast meðlimir í félögunum og passað verði upp á að tilkynningar um viðburði verði bæði á íslensku og ensku.

Okkur langar að bjóða ykkur að koma í móttökuna á fimmtudaginn og hitta erlendu nemana.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Frekari upplýsingar um dagskrá kynningardaganna<https://english.hi.is/events/orientation_days_for_new_international_students>

Með bestu kveðju / All the best

Kolbrún

[Kolbrún undirskrift]



-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20180821/a41ca68b/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: image001.jpg
Type: image/jpeg
Size: 13678 bytes
Desc: image001.jpg
URL: <http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20180821/a41ca68b/attachment-0001.jpg>


More information about the Folda mailing list