[Folda] Doktorsvörn á mánudag

Páll Einarsson palli at hi.is
Thu Mar 7 15:49:48 GMT 2013


Mánudaginn 11. mars klukkan 14 mun Ásta Rut Hjartardóttir verja
doktorsritgerð sína: Sprungusveimar Norðurgosbeltisins á Íslandi (á ensku:
Fissure swarms of the Northern Volcanic Rift Zone, Iceland) í stofu N-132 í
Öskju. 

Andmælendur verða Dr. Jeffrey A. Karson prófessor við Syracuse University í
New York og Dr. Roger Buck Lamont Research Professor við Lamont-Doherty
Earth Observatory, Columbia University í New York.

Leiðbeinendur í verkefninu voru Dr. Páll Einarsson, prófessor við
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, Dr. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá
Ísor og Dr. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur.

Ásta Rut Hjartardóttir fæddist 17. maí 1978.  Hún lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1997 og B.Sc prófi í jarðfræði árið
2003.  Árið 2008 lauk hún meistaranámi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands
og byrjaði í doktorsnámi árið 2009.  Doktorsverkefnið var styrkt af
Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands og Rannsóknasjóði.  

Dr. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og forseti Jarðvísindadeildar, mun
stjórna athöfninni sem fer fram á ensku.

Tengill á ritgerð:  <http://raunvis.hi.is/%7Eastahj/PhD_thesis_ARH.pdf>
http://raunvis.hi.is/~astahj/PhD_thesis_ARH.pdf

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20130307/a98adf26/attachment.html 


More information about the Folda mailing list