[Folda] Áminning um þorraþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið . vedurfraedifelagid at gmail.com
Tue Feb 7 09:00:02 GMT 2012


Góðan dag

Veðurfræðifélagið minnir á þorraþing sitt sem haldið verður
þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Dagskrá þingsins verður birt í lok
vikunnar.

Enn er hægt að koma að örfáum erindum á þorraþingið og hér með er því
auglýst eftir óskum um erindi.  Öll erindi sem tengjast veðri og
veðurfari eru velkomin, en erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk
3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á
„vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við
einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá
þingsins.

Kveðja,
Hálfdán, Guðrún Nína og Sibylle


More information about the Folda mailing list