[Folda] Fræðsluerindi HÍN - Ertuyglan og hugsanleg áhrif hennar á lúpínu Íslandi

Ester Yr Jonsdottir esteryr at gmail.com
Sun Sep 25 19:54:24 GMT 2011


Góðan dag,

Ég vek athygli þína á fræðsluerindi á vegum Hins íslenska
náttúrufræðifélags.  Vinsamlegast áframsendu á þá sem kunna að hafa áhuga.

*„Ertuyglan og hugsanleg áhrif hennar á lúpínu Íslandi**.**“
*
Dr. Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur og rannsóknarstjóri hjá
Landgræðslu ríkisins, flytur erindi á vegum Hins íslenska
náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt *mánudaginn 26. september kl.
17:15 í stofu 132 í Öskju*, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er
öllum heimill og ókeypis.

Ágrip af erindi Guðmundar Halldórssonar.

„Ertuygla *Melanchra pisi L*. var einkum bundin við sunnanvert landið frá
Melasveit austur í Lón, en á síðustu árum hefur útbreiðslusvæðið stækkað,
einkum á Vesturlandi. Fiðrildin verpa um mitt sumar og lirfurnar klekjast úr
eggi í júlí. Þær lifa á ýmsum plöntum, ekki hvað síst plöntum af
ertublómaætt, en einnig á trjáplöntum. Lirfurnar púpa sig að haustinu eða
leggjast í dvala og púpast að vori/byrjun sumars. Á síðustu árum hefur borið
mikið á faröldrum ertuyglulirfa, einkum í lúpínu. Fyrsti þekkti faraldurinn
var sumarið 1991 í Morsárdal en síðan hafa þessir faraldrar breiðst yfir
mestallt útbreiðslusvæði ertuyglunnar og aflaufgað hundruð/þúsundir hektara
af lúpínu árlega. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á lúpínuna og þróun
annars gróðurs á lúpínusvæðum, en á þeim svæðum þar sem ertuyglan hefur
herjað lengi virðast lúpínan vera að byrja að láta undan síga. Jafnframt
hefur ertuyglan í sívaxandi mæli skemmt trjágróður, einkum plöntur sem hafa
verið gróðursettar inn í lúpínubreiður, en einnig á svæðum þar fyrir utan.
Rannsóknir benda til þess að eins árs aflaufgun trjáplantna af völdum
ertuyglu valdi ekki marktækri aukningu á afföllum þeirra."

Guðmundur Halldórsson er fæddur árið 1952. Hann lauk BS. prófi í líffræði
frá Háskóla Íslands árið 1977 og PhD prófi í landbúnaðarvísindum, sérsvið;
skordýr á nytjajurtum, við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn árið 1985.
Guðmundur starfaði sem sérfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá, á
árunum 1991-2006 og sem rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins frá árinu 2007.

Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/)

Fyrir hönd stjórnar HÍN,
Ester Ýr
Fræðslustjóri HÍN
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20110925/9fe9c548/attachment.html 


More information about the Folda mailing list