[Folda] Haustráðstefna JFÍ - skráningu lýkur í kvöld

Ívar Örn Benediktsson iob2 at hi.is
Tue Nov 23 09:19:55 GMT 2010


Síðasti séns til að skrá sig á ráðstefnuna til heiðurs Sigurði
Steinþórssyni. Skráningu lýkur í kvöld. Aðeins 5000 kr. fyrir stúdenta.
ÍÖB

cid:image004.png at 01CB8186.0FC1A1E0

 

Haustráðstefna

Jarðfræðafélags Íslands

26. nóvember 2010

í sal Arion Banka í Borgartúni

 

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs
Sigurði Steinþórssyni, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, á 70
afmælisári hans. 

 

Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00 þar
sem fjöldi vísindamanna munu halda fyrirlestra sem á einn eða annan hátt
tengjast rannsóknarstarfi Sigurðar. 

 

Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn
og 5000 kr. fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim
félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án
endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn
beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn. 

 

Skráning sendist til Guðrúnar Evu Jóhannsdóttur (gudruneva at mannvit.is) fyrir
þriðjudaginn 23. nóvember. Við skráningu þarf að koma fram nafn,
heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í
Jarðfræðafélaginu.

 

Salur Arion Banka er í Borgartúni 19. Gengið er inn aðalmóttökuna
(hringhurð) og að móttökuborði sem þar er. Oftast er einhver þar sem getur
vísað veginn, en ef ekki þá er gengið til hliðar við móttökuborðið að
sófarými og þar er salurinn á vinstri hönd.


 


Dagskrá Haustráðstefnu JFÍ, 26. nóvember 2010


09:00 – 09:30     Skráning

 

Fundarstjóri       Guðrún Eva Jóhannsdóttir 

09:30 – 09:40     Setning

                              Þorsteinn Sæmundsson

09:40 – 10:00     Sigurður Steinþórsson, ferill, fræði og fleira

                              Páll Einarsson

10:00 – 10:20     Stafar endurkastsflötur á um 40 km dýpi undir Íslandi af
fasabreytingum í möttli?

Guðmundur Heiðar Guðfinnsson 

10:20 – 10:40     Útfellingar sem myndast í kjölfar eldgosa á Íslandi 

Sveinn Jakobsson & Kristján Jónasson 

10:40 – 11:10     Kaffi

11:10 – 11:30     Einkenni tvö þúsund metra jarðlagastafla neðan
Vestmannaeyja

                              Hjalti Franzson 

11:30 – 11:50     Dínamísk kvikublöndun í Eyjafjalljökulsgosinu

                              Olgeir Sigmarsson 

 

11:50 – 13:00     Matur

 

Fundarstjóri       Lúðvík Eckardt Gústafsson 

13:00 – 13:20     Oxun bergkviku

                              Níels Óskarsson 

13:20 – 13:40     Segulsviðsfrávik við Stardal og orsakir þess: yfirlit um
rannsóknir 1968-2010

Leo Kristjánsson

13:40 – 14:00     Einu sinni var ankaramít 

                              Kristján Geirsson 

14:00 – 14:20     Upphaf gosbeltis 

                              Haukur Jóhannesson

14:20 – 14:40     Grænavatnsbruni og Laxárhraun yngra

                              Ármann Höskuldsson

14:40 – 15:00     Gossaga lesin úr dulmáli gjósku

                              Bergrún A. Óladóttir

15:00 – 15:30     Kaffi

15:30 – 15:50     Eldgos á Reykjanesskaga á 8. og 9. öld

                              Magnús Á. Sigurgeirsson & Kristján Sæmundsson

15:50 – 16:10     Súrefnisþrýstingur í háhitapressum 

                              Sigurður Jakobsson 

16:10 – 16:30     Megineldstöðvar - kvikuhólf í skorpu eða
möttulfyrirbrigði?

                              Karl Grönvold 

16:30 – 16:50     Jarðskorpuhreyfingar og innviði Eyjafjallajökuls

                              Sigrún Hreinsdóttir

16:50 – 17:00     Samantekt

                              Sigmundur Einarsson

 

17:00 -                 Móttaka til heiðurs Sigurði

 

 

Með kærri kveðju / best regards

____________________________________________________________________________
_____________

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður / director
Formaður Jarðfræðafélags Íslands / Chairman of the Geoscience Society of
Iceland 

Náttúrustofa Norðurlands vestra / Natural Research Centre of North-western
Iceland
Aðalgata 2, 550 Sauðárkrókur / Adalgata 2, 550 Saudarkrokur, Iceland
Sími: 453 7999 Fax: 453 7998 GSM: 8998520 / Tel: +354 4537999 Fax: +354
4537998 GSM +354 8998520

Heimasíða:  <http://www.nnv.is> www.nnv.is / Homepage:  <http://www.nnv.is>
www.nnv.is
____________________________________________________________________________
______________

 

natturustofa_pennan

____________________________________________________________________________
______________

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20101123/3f5eac41/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/png
Size: 6739 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20101123/3f5eac41/attachment-0001.png 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/jpeg
Size: 64489 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20101123/3f5eac41/attachment-0001.jpe 


More information about the Folda mailing list