[Folda] Vorráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

Ívar Örn Benediktsson iob2 at hi.is
Wed Mar 17 10:49:49 GMT 2010


Sælir ágætu félagar

Nú fer frestur til að skila inn ágripum senn að renna út og vil ég hvetja
þau ykkar sem fyrirhuga að senda inn ágrip að gera það fyrir klukkan 12 í
dag.

 

Ég sendi ykkur hér dagskrá aðalfundar og hvet ég félaga til að fjölmenna á
fundinn. 

Sóley Unnur Einarsdóttir, gjaldkeri, og Eydís Salóme Eiríksdóttir, ritari,
hafa ákveðið að hætta í stjórn félagsins og er óskað eftir því að félagar
sem áhuga hafa að starfa í stjórn félagsins gefi sig fram við undirritaðan.

Fyrirhuguð er hækkun félagsgjalda úr 1500 kr. (sem hefur haldist óbreytt í
mörg ár)  í 2500 kr. Við vonum að þessi hækkun komi sér ekki illa fyrir
félagsmenn.

 

Ég vil árétta að þátttakendur verða að skrá sig á ráðstefnuna, því
fyrirhugað er að gefa út ágripahefti og til að tryggja að nægilega mörg
eintök verði prentuð þá þurfum við að vita fjölda þátttakenda. Lokafrestur
skráningar, ef menn vilja tryggja sér ágripahefti, er þriðjudagurinn 23 .
mars klukkan 12:00.

 

Dagskrá ráðstefnunnar verður send  til ykkar fyrir helgi.

 

 

 

Með kærri kveðju / best regards

____________________________________________________________________________
_____________

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður / director
Formaður Jarðfræðafélags Íslands / Chairman of the Geoscience Society of
Iceland 

Náttúrustofa Norðurlands vestra / Natural Research Centre of North-western
Iceland
Aðalgata 2, 550 Sauðárkrókur / Adalgata 2, 550 Saudarkrokur, Iceland
Sími: 453 7999 Fax: 453 7998 GSM: 8998520 / Tel: +354 4537999 Fax: +354
4537998 GSM +354 8998520

Heimasíða:  <http://www.nnv.is> www.nnv.is / Homepage:  <http://www.nnv.is>
www.nnv.is
____________________________________________________________________________
______________

 

natturustofa_pennan

____________________________________________________________________________
______________

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100317/ce37fa5e/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/jpeg
Size: 64489 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100317/ce37fa5e/attachment-0001.jpe 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: aðalfundur 2010 dagskrá.docx
Type: application/vnd.openxmlformats-officedocument.wordprocessingml.document
Size: 22061 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100317/ce37fa5e/attachment-0001.bin 


More information about the Folda mailing list