[Folda] One Young World - ungt fólk og framtíðin

Gísli Örn Bragason gbragason at gmail.com
Tue Feb 23 10:57:21 GMT 2010


Berglind Ósk Bergsdóttir, tölvunarfræðinemi í HÍ og formaður Nörd, og
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og iðnaðarverkfræðinemi og
framkvæmdarstjóri CLARA, fóru fyrir hönd Íslands á ráðstefnu í London í
8.-10.febrúar síðastliðinn þar sem 1000 ungmenni hvaðanæva úr heiminum
hittust og ræddu hin ýmsu alþjóðlegu vandamál sem við stöndum frammi
fyrir. Þeim til halds og trausts voru ýmsir leiðtogar eins og Kofi
Annan, Bob Geldof, erkibiskup Desmond Tutu og Muhammed Yunus.

Vilja þau Gunnar og Berglind ólm kynna fyrir öðru ungu fólki hvað fór
fram á ráðstefnunni og segja frá þessari einstöku lífsreynslu. Verður
hún haldin í VR II í stofu V-157 kl.12:30 -13:15 á morgun, miðvikudaginn
24.febrúar.

Efni sem voru m.a. rædd  ráðstefnunni voru umhverfismál, viðskipti,
fátækt, tengslanet og mikilvægi þess að ungt fólk láti sig þessi mál
varða! :)

Sjá nánar á http://www.facebook.com/event.php?eid=10150106144170585

"Start local, impact global"
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100223/8f2ee338/attachment.html 


More information about the Folda mailing list