[Folda] Þorraþing og aðalfundur 13. febrúar

Veðurfræðifélagið . vedurfraedifelagid at gmail.com
Wed Feb 11 20:20:55 GMT 2009


======================

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett föstudaginn 13. febrúar kl. 13:15
í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Í framhaldi af þinginu heldur
félagið aðalfund sinn og fundarhöldum lýkur um kl. 16:30.

Dagskráin er sem hér segir:

Þorraþing:
----------
13:15 Einar Sveinbjörnsson - Seltuveður 18. september 2008 og tegundir
seltuveðra suðvestanlands.
13:30 Sveinn Brynjólfsson - Um úrkomu og snjóflóð á Tröllaskaga.
13:45 Trausti Jónsson - Úrkoma í grennd - dægur, árstíða- og
langtímasveiflur.
14:00 Sigurður Þorsteinsson - Tíðindi af hlélægð Grænlands.
Stutt hlé
14:15 Guðrún Nína Petersen - GFDex þá og nú.
14:30 Kristján Jónasson - Eyður í mælingarunum og mat á samdreifnifylki
Gauss-dreifingar.
14:45 Hálfdán Ágútsson - Ógleði í flugi austan Öræfajökuls.
15:00 Haraldur Ólafsson - Tóbinröstin mæld.

Kaffihlé
--------

Aðalfundur
-----------
i Starfsskýrsla
ii Fjármál
iii Kosningar
iv Önnur mál


Erindin er um 12 mínútur að lengd auk um 2 mínútna til spurninga og umræðu.
Útdrættir valinna erinda eru aftan við skeytið.

Sjáumst á föstudaginn,
stjórnin



======================



Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur:
Seltuveður 18. september 2008 og tegundir seltuveðra suðvestanlands.

18. september gerði allhvassa SV-átt með nokkurri seltumóðu í lofti
suðvestanlands. Hægt var að rekja þurrt loftið ofan af Grænlandi og í
lægri lögum var það komið yfir Grænland frá Labrador. Eins og svo oft áður
urðu truflanir í raforkuflutnngskerfinu og m.a. varð skammhlaup í
Brennimel í Hvalfirði og 300 MW álag leysti út. Ekki er mikil þekking á
uppruna seltu í þessum veðrum annað en það að vitað er að saltið kemur
vitanlega úr sjónum. Hluti þess berst í loftið í brimi við Reykjanes og með
Suðurströndinni, en minna er vitað um þátt mikillar veðurhæðar á
rúmsjó þegar sjór tekur að rjúka í verulegum mæli og saltagnir verða eftir
við uppgufun.


Kristján Jónasson, stærðfræðingur:
Eyður í mælingarunum og mat á samdreifnifylki Gauss-dreifingar.

Undanfarin þrjú ár hef ég verið að skrifa forrit í Matlab og C til að reikna
sennileikafall fyrir svonefnd eiginaðhvarfslíkön af tímaröðum sem vantar inn
í. Oft er táknunin VARMA(p,q) notuð til að lýsa þessum líkönum, þar sem p er
fjöldi eiginaðhvarfsliða og q er fjöldi hreyfimeðaltalsliða. Sértilvikið p =
q = 0 svarar til þess að fyrir liggi úrtak fengið með Gauss-dreifingu, og í
ljós hefur komið að það er ekki erfitt að laga forritin að þessu tilviki.
Þar með sé ég fram á að brátt rætist gamalt markmið frá árinu 1994, sem er
að geta með sjálfvirkum hætti fyllt upp í meðaltalsrunur veðurmælinga (t.d.
hita) frá veðurstöðvum þar sem mælt hefur verið á mismunandi tímabilum.


Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur:
Tóbínhöfðaröstin.

Tóbínhöfðavindröstin var mæld í mars 2008.  Hitahvarf var í um 900 hPa hæð
og í grennd við hitahvarfið var bálhvasst.  Þar fyrir ofan og neðan var mun
hægari vindur. Hitahvarfið hallar til austurs og það gerir vindröstin líka.
Svo hvasst er að þegar vindurinn skellur á hinu 3700 m háa
Gunnbjarnarfjalli kemst mest af loftinu yfir fjallið, en við það verður
mikil lóðrétt blöndun.


Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingur:
GFDex þá og nú: Litið um öxl og svo arkað fram.

Nú eru liðin 2 ár síðan hópur veðurfræðinga settist að í Keflavík í 3 vikur
og stóð fyrir rannsóknaflugi á Íslands-Grænlandssvæðinu. Það er því ekki úr
vegi
að líta aðeins um öxl og rifja upp hvað fór fram á þessum þremur vikum. Í
framhaldi verður stiklað á stóru um þá vinnu sem fór fram í framhaldi af
vettvangskönnunninni og hvar við stöndum í dag.


Hálfdán Ágústsson, veðurfræðingur:
Ógleði í flugi austan Öræfajökuls.

Þann 18. nóvember síðastliðinn lenti vél flugfélagsins Ernis í mikilli
ókyrrð austan Öræfajökuls á leið sinni til Hafnar í Hornafirði.  Enginn
viðvörun um ókyrrð hafði verið gefin út fyrir svæðið og flugmennirnir höfðu
aldrei lent í viðlíka ókyrrð á flugleiðinni.  Vindur var hvass og áttin
vestlæg, en lofthjúpsreikningar í hárri upplausn sýna fjallabylgjur sem
myndast í lofthjúpnum austan og sunnan Öræfajökuls og gætir þeirra langt út
á haf.  Flugleið vélarinnar lá í gegnum bylgjurnar en afar hvasst er í
niðurstreyminu í hverjum bylgjudal en mikil ókyrrð undir bylgjutoppunum.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20090211/c474ee9c/attachment.html


More information about the Folda mailing list