[Folda] Fundarboð: Efling framhaldsnáms í jarðvísindum

thorbag at hi.is thorbag at hi.is
Fri Nov 21 15:06:17 GMT 2008


Kæru framhaldsnemar,
Nú hafið ÞIÐ tækifæri á að efla framhaldsnám í jarðvísindum við HÍ.

Folda boðar til fundar næstkomandi mánudag 24. nóvember kl. 12-13 í

fundarsalnum á 3. hæð.

Fundar efni: elfing framhaldsnáms  í jarðvísindum við HÍ.

Folda vill gefa framhaldnemum tækifæri á að koma sýnum skoðunum á  
famfæri til Jarðvísindastofnunar.

Til þessa fundar er boðað í tengslum við vinnu Jarðvísindastofnunar  
við eflingu framhaldsnáms. Fyrsti almenni fundur þess efnis var  
haldin í gær, 20. nóvember. Þar var rætt:

1. kostir og gallar styttri (4-5 vikna) námskeiða annars vegar og  
námskeið sem ná yfir alla önnina (15 vikur) hins vegar

2. hvers konar námskeið á að kenna? hver eru sérsvið starfsmanna  
Jarðvísindstofnunar?

Meðfylgjandi er bréf til þáverandi Raunvísindadeildar frá Raunveru,  
hagsmunafélagi nemenda í rauvísindum  við HÍ, varðandi breytingu á  
kennslumisserum.

Folda hvetur alla framhaldsnema til að mæta og koma með tillögur um  
hvað má betur fara í skipulagningu framhaldsnáms og námsframboðs.



Folda vill biðja fólk að koma undirbúið á fundinn á mánudaginn og  
velta fyrir sér þessum sjö punktum:

1. Gera þarf greinarmun á eðli framhaldsnámskeiða á masters- og  
doktorsnámsstigi.

2. Um er að ræða 3 mismunandi hópa; íslenskir nemendur skráðir við  
HÍ, erlendir nemendur skráðir við HÍ, erlendir nemendur sem sækja 1  
eða fleiri námskeið við HÍ sem hluta af sínu námi við erlendan háskóla.

3. Kostir styttri námskeiða eru þau að fleiri nemendur víða að geta  
sótt námskeiðin og að sama skapi er auðveldara að fá gestakennara til  
þátttöku. Það fer eftir eðli náms (30/45 eininga rannsókna  
mastersnám, eða doktorsnám) hvort stutt námskeið henta betur en annar- 
námskeið. Það er ekki bara námskeiðsinnihald sem skiptir máli heldur  
en einnig fyrir nemendur að kynnast hver öðrum (eftir því sem  
hópurinn er stærri þeim mun fleiri tengsl geta myndast).

4. Með lengri námskeiðum gefst kostur á úrvinnslu gagna og nánari  
samstarfi við samnemendur, kennara og starfslið stofnunarinnar.  
o.fl.fl.fl.fl

5. Mikilvægt er að framhaldsnemar dvelji við erlenda háskólastofnun  
hluta af námi sínu - á það að vera skylda?

6. Vel mætti hugsa sér þverfaglegt námskeið sem myndu henta  
framhaldsnemum í öllum greinum (jarðeðlisfræði, jarðfræði,  
jarðefnafræði) er lýtur að greinaskrifum, gagnaúrvinnslu, tölfræði,  
o.fl.fl.fl.

7. Sérstaða JHÍ er tilraunastofa íslenskrar náttúru (jöklar,  
eldfjöll, flekahreyfingar, jarðhitasvæði, o.fl.). Óhætt er að segja  
að sú aðstaða sem við búum við sé ekki að fullu nýtt við kennslu á  
grunnstigi, en ef til vill væri hægara um vik að notfæra sér auðvelt  
aðgengi að jöklum, eldfjöllum og jarðhitasvæðum fyrir námskeið á  
framhaldsstigi. Feltvinna þarf að gegna veigamiklu hlutverki í  
námskeiðum á framhaldsstigi.



Ályktun fundar Foldu verður svo afhent jarðvísindadeild.

Fyrir hönd Foldu,

Hrafnhildur Hannesdóttir

Ívar Örn Benediktsson

Þorbjörg Ágústsdóttir







Dear graduate students,

Now you have a chance to influence the strengthening of graduate  
studies at the Earth science department of the Univer.



Folda will have a meeting next Monday, November 24. in the meeting  
room on 3. floor.



Folda encourages all graduate students to come and give their opinion  
on the development of graduate studies at the Earth science department.



The subjects of the meeting are:

1) course length (5 weeks intensive courses or one semester courses)

2) which courses should be taught in relation to the specialities of  
the department?

3) our views on graduate studies



The conclusions of the meeting will be given to the commission on  
graduate studies of the Earth science department for further  
discussions.





on the behalf of Folda,

Hrafnhildur Hannesdóttir

Ívar Örn Benediktsson

Þorbjörg Ágústsdóttir

  
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20081121/1a992b08/attachment.html


More information about the Folda mailing list