[Folda] Morguninn

Björn Oddsson bjornod at hi.is
Thu Apr 3 20:12:55 GMT 2008


....farinn hjá sumum sem þurfa að lesa þetta í fyrramálið.

Ég er sammála Sigga.  Það er gaman að sjá fólk taka slaginn og það er
greinilegt að fólki er ekki sama um félagið.  Varðandi baráttumálin, þá
var réttur framhaldsnema til þess að hafa aðgang að síma t.d það fyrsta
sem unnið var að, þannig að margt hefur áunnist hingað til og í mörgu er
að hyggja í framtíðinni.

Málefni Fjallsins koma mér ekki við, en skil ég það rétt að land- og
ferðamálafræðinemar munu erfa það félag ef því verður "skipt upp"?

Ég hef alltaf velt því fyrir mér hverjir skrifa ensku útgáfuna við allar
tilkynningar. eru ekki einhverjir góðviljaðir sem geta snarað þeim bréfum
sem komið hafa vegna þessa máls yfir á ensku svo erlendir geti lagt
skilning sinn á málefnin.

Gaman að þessu öllu saman.

BO

P.s fyrir Hálfdán þeir sem innrita sig í jarðvísindaskor fara í Fjallið,
en þeir sem eru í eðlisfræðiskor eru Stigulsmenn.  Nú er Prófessor í
veðurfræðum í eðlisfræðiskor, þannig að ég býst við því að
veðurfræðigrunnnemar lendi í Stigli(Því ágæta félagi)?

P.p.s einnig er flesta framhaldsnemendur í jarðeðlisfræðum að finna
félagsskrá Stiguls.

> Með orðunum „fókuseruð á jarðvísindi“ átti ég við nemendafélag það sem
> jarðfræðinemar í grunnnámi eru í en ekki Foldu.
>
>
>
> Brottfall nema úr grunnnámi hefur verið áhyggjuefni fyrir skorina og hafa
> aðgerðir til að sporna við því verið ræddar innan skorarinnar.
>
> Aukin tengsl milli nema á öllum námstigum töldum við geta spornað aðeins
> við
> því og aukið ánægju þeirra fáu nemenda sem nú eru í grunnnáminu. Stofnun
> nýs
> nemendafélags var eitt  af því sem við ræddum um sem mögulega gæti skilað
> einhverju en það var bara hugmynd og áætlað er að ræða einnig aðrar
> leiðir.
> Jarðfræðinemar eru aðeins lítið hlutfall innan Fjallsins og var það rætt
> hvort nýtt félag gæti ekki þjappað hópnum betur saman. Þetta hefur verið
> rætt mikið  af mörgum þeim framhaldsnemendum sem eru í Öskju og eru margir
> þar jákvæðir gagnvart þessu. Þetta var sem dæmi rætt á aðalfundi
> Fjallsins,
> en þar létu mjög fáir sjá sig.
>
>
>
>
> En eins og ég sagði áður þá var þetta bara hugmynd og aldrei var talað um
>> draga úr hagsmunabaráttu framhaldsnema á nokkurn hátt.
>
>
>
> Það er mjög jákvætt að fólk sem sjaldan heyrist frá eða sést sé tilbúið að
> ræða þetta mál.  Kannski er málið að leggja til reglulega að Folda verði
> lögð svona til að efla starfsemi þess.
>
>
>
> Siggi
>
>
>
>
>
>
>
> From: Rannveig Guicharnaud [mailto:rannveig at lbhi.is
> Sent: 3. apríl 2008 19:12
> To: Sigurður H. Markússon; Ívar Örn Benediktsson; Björn Oddsson; Helgi
> Arnar
> Alfreðsson
> Cc: folda at hi.is
> Subject: RE: [Folda] sameining nemendafélaga
>
>
>
> Ooooo.  Nú langar mig að halda áfram að skipta mér af, jæja þá fyrst þið
> endilega viljið.
>
>
>
> Ég sé ekki að það sé hlukverk Foldu að virkja áhuga nemenda það verða þeir
> að finna hjá sjálfum sér.  Ef áhuginn er ekki til staðar í grun´nnámi þá
> er
> bara að skella sér í annað fag.
>
>
>
> Fyrsta árs nemendur geta svo kynnst 2 annars og þriðja árs nemendum með
> því
> að mæta á viðburði Fjallsins.
>
>
>
> Ég hef ekki orðið vör við að Folda sé ekki "fókuseruð" á jarðvísindi
> ???????? skil alls ekki þessi rök og nú fylgist ég nú bara með á
> hliðarlínunni.
>
>
>
> R
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>   _____
>
> From: folda-bounces at listar.hi.is on behalf of Sigurður H. Markússon
> Sent: Thu 3.4.2008 17:56
> To: 'Ívar Örn Benediktsson'; 'Björn Oddsson'; 'Helgi Arnar Alfreðsson'
> Cc: folda at hi.is
> Subject: RE: [Folda] sameining nemendafélaga
>
> Sæl öll,
> Ég held að það sé til mikils að vinna með því að stofna eitt öflugt
> nemendafélag fyrir alla nemendur hinnar nýju skorar og þá sérstaklega til
>> reyna
> auka tengsl milli allra nemenda sem stunda nám í jarðvísindum og skapa
> góðan
> hópanda. Einnig tel ég þetta mjög mikilvægt til að virkja áhuga nemenda í
> grunnnámi sérstaklega
> þar sem mjög neikvæðar breytingar hafa átt sér stað á eftir að flutt var í
> Öskju og fólk sem er t,d á fyrsta ári þekkir ekki eldri nemendur og hvað
> þá
> nema í framhaldsnámi. Þarna væri líka hægt að hafa starfsemi félagsins mun
> fókusaðri á jarðvísindi og atburði á vegum félagsins mun tíðari. Það
> verður
> nú bara að viðurkennast að oft þegar eitthvað er að gerast á vegum
> framhaldsnema hérna þá er mætingin vægast sagt léleg. Aftur á móti er ég
> alveg sammála því að nauðsynlegt sé að starfrækt sé hagsmunafélag
> framhaldsnema og er ekkert sem segir að slíkt félag geti ekki starfað
> undir
> eða samhliða nýju nemendafélagi.
>
> Nemendur í grunnnámi virðast vera mjög fylgjandi þessu og telja að þetta
> myndi verða til góðs fyrir þau. En þetta er nú bara allt í spjall-stiginu
> ennþá og gott að sem flestir viðri sínar skoðanir.
>
> Kv, Sigurður Markússon
>
>
>
>
>
> -----Original Message-----
> From: folda-bounces at listar.hi.is [mailto:folda-bounces at listar.hi.is] On
> Behalf Of Ívar Örn Benediktsson
> Sent: 3. apríl 2008 17:07
> To: 'Björn Oddsson'; 'Helgi Arnar Alfreðsson'
> Cc: folda at hi.is
> Subject: RE: [Folda] sameining nemendafélaga
>
> Halló,
>
> Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju með þetta fyrsta framtak nýrrar
> stjórnar.
>
> Ég vil hins vegar taka undir með Birni Odds! Ég er þeirrar skoðunar að
> ekki
> eigi að sameina félögin, enda eru hagsmunir þeirra mjög mismunandi. Folda
> er
> og á áfram að vera mun faglegra félag heldur en Fjallið, rétt eins og
> Björn
> bendir á. Hagsmunir okkar í Foldu varða miklu meira faglega þætti heldur
> en
> hagsmundir nemenda í grunnnámi (með fullri virðingu fyrir þeim). Má þar
> nefna kjaramál, aðstöðumál, öryggismál, aðgang að rannsóknartækjum og
> -búnaði, ýmis konar mál er varða framvindu í framhaldsnámi, fjármögnun
> framhaldsnáms, fjármögnun rannsókna, kennslumál og margt, margt fleira.
> Þetta eru allt önnur mál en grunnnemendur glíma við og allt aðrir
> hagsmunir
> sem þarf að gæta.
>
> Frekara samstarf félaganna er aftur á móti hið besta mál, og sjálfsagt mál
> að sameina af og til viðburði félaganna til að efla andann og tengslin.
>
> Kveðja, Ívar Örn
>
> -----Original Message-----
> From: folda-bounces at listar.hi.is [mailto:folda-bounces at listar.hi.is] On
> Behalf Of Björn Oddsson
> Sent: Thursday, April 03, 2008 4:49 PM
> To: Helgi Arnar Alfreðsson
> Cc: folda at hi.is
> Subject: [Folda] sameining nemendafélaga
>
> Sæl
>
> Þar sem ég get ekki þátt í bjórdrykkjunni góðu, þá vil ég leggjast
> algjörlega gegn því að nemendafélög framhaldsnema og grunnnema verði sett
> undir einn hatt.
>
> Þau starfa algjörlega að mismunandi markmiðum og í raun afskaplega fá
> markmið sem félögin geta stefnt að.  Folda er og á að vera mun faglegra
> nemendafélag heldur en fjallið og aðalmarkmið félagsins var að sameina
> framhaldsnema í jarðvísindum sem sitja víða um stofnanir á Íslandi og
> erlendis.  Það hefur ekki alveg virkað sem skyldi og legg ég til að ný
> stjórn Foldu leggi sig frekar fram í þeim málum, heldur en að gera félagið
> enn tengdara þeim sem stunda nám í Öskju og hafa áhuga á að drekka bjór.
>
> Hins vegar er sjálfsagt að félögin starfi saman og bakki hvort annað upp
> þar
> sem á við.
>
> kv.
>
> Björn Oddsson
>
>
>>
>> Komi þið sæl, [English below]
>>
>> Ný stjórn Foldu hefur tekið við störfum og mun fyrsta embættisverk
>> hennar vera að halda partí n.k. föstudag.  Folda mun bjóða nemendum í
>> grunnnámi að vera með og halda fyrir þá smá kynningu á störfum
>> nokkurra framhaldsnema hér við stofnunina ásamt því að kynna stofnuna
> sjálfa.
>> Tilgangurinn að efla tengsl og samvinnu jarðvísindanema á öllum stigum
>> námsins. Einnig að hvetja nemendur í grunnnámi til að taka þátt í
>> félagsstarfi og atburðum á vegum Foldu sem og ráðstefnum og öðru sem
>> tengist jarðvísindum. Boðið verður upp á fljótandi veitingar ásamt
>> öðrum veitingum sem eru í boði jarðfræðiskorar. Mikilvægt  er að sem
>> flestir mæti til að tilgangi samkomunar sé náð.
>>
>> Ef svo ólíklega vill til að fríu veitingarnar klárist mun bjór verða
>> seldur á mjög hagstæðu verði.
>>
>> Mæting er í Öskju kl: 20.00 á föstudaginn.
>>
>> Kveðja,
>> Stjórn Foldu.
>>
>> P.s Einnig verða óformlegar umræður yfir bjórdrykkju hvort eigi að
>> endurskoða fyrirkomulag núverandi nemendafélaga og stofna nýtt félag
>> stúdenta undir hinni nýju Jarðvísindaskor. Þar sem jarðvísindanemendur
>> á öllum stigum námsins ásamt stúdentum í námsbrautinni „Jarðvísindi
>> fyrir erlenda stúdenta“ munu standa að.
>>
>> --------
>>
>> Hello everyone,
>>
>> The new administration of Folda has taken office and the first
>> assignment is to throw a party next Friday. Folda will invite the
>> undergraduate students in geology to join us. The idea is to introduce
>> them to what projects a few of us are working on and give them a short
>> presentation of the Institution of Earth Sciences. The goal is to
>> extend fellowship and collaboration between us in earth sciences and
>> also to encourage them to participate in Folda’s events. Folda will
>> offer free beer and The Department of Earth Sciences will offer some
>> light
> snacks.
>>
>> If the free beer will dry up, you can buy some more offered in a good
>> price.
>>
>> The meeting will start at 20:00 in Askja next Friday.
>>
>> Regards,
>> The Board of Folda.
>>
>> P.s. Some informal discussions will be held during the beer drinking
>> about the merge of Folda and undergraduate geosciences students to
>> form a new student association under the new Department of Earth
>> Science, with participation of the "Earth science for foreign students"
> program.
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Folda mailing list
>> Folda at listar.hi.is
>> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda
>>
>
>
> --
> Með kveðju,
>
> Björn Oddsson
> Physikalisch Vulkanologisches Labor
> Institut für Geologie
> Pleicherwall 1
> D-97070 Würzburg
> Germany
>
> Sími:00 354 869 3432
>
> _______________________________________________
> Folda mailing list
> Folda at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda
>
>
> _______________________________________________
> Folda mailing list
> Folda at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda
>
>
> _______________________________________________
> Folda mailing list
> Folda at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda
>
>


-- 
Með kveðju,

Björn Oddsson
Physikalisch Vulkanologisches Labor
Institut für Geologie
Pleicherwall 1
D-97070 Würzburg
Germany

Sími:00 354 869 3432



More information about the Folda mailing list