[Folda] FW: Þetta gætuð verið ÞÉR!
Ívar Örn Benediktsson
iob2 at hi.is
Tue Sep 4 09:57:52 GMT 2007
Heyrið þér:
Hefur yður ætíð dreymt um að fá að starfa innan um nammi og gos?
Langar yður að þjóna samnemendum yðar í Felix og Foldu?
Gekk yður vel í bókfærslu í Verzló í árdaga? (þér vitið hver þér eruð ... )
Eru viðskipti með samfélagsþjónustulegu ívafi yður í blóð borin?
Getið þér þagað yfir leyndarmáli?
Viljið þér hljóta þakklæti og virðingu samframhaldsnema yðar í Öskju?
(Gangi yður þá vel ... )
Hafið þér svarað þér einhverju af þessu játandi, gefst nú tækifærið, því
Dularfulla skúffusjoppan í Mýrinni leitar að sjálfboðaliðum til að annast
reksturinn á haustmisseri 2007, eða jafnvel allt Háskólaárið 2007-2008!
Látið ekki þetta einstæða tækifæri yður úr greipum ganga og hafið samband
NÚNA á þetta netfang. Vér bíðum eftir að heyra frá yður.
Munið að aðeins örfáum hlotnast sú virðingarstaða að sjá um rekstur
Dularfullu skúffusjoppunnar í Mýrinni, en hver veit: Það gætuð verið ÞÉR!
Dularfulla skúffusjoppan í Mýrinni
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20070904/8e5ee1f2/attachment.html
More information about the Folda
mailing list