<!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Transitional//EN">
<HTML><HEAD>
<META http-equiv=Content-Type content="text/html; charset=iso-8859-1">
<META content="MSHTML 6.00.6000.16525" name=GENERATOR></HEAD>
<BODY>
<DIV>Heyrið þér:</DIV>
<DIV> </DIV>
<DIV>Hefur yður ætíð dreymt um að fá að starfa innan um nammi og gos?</DIV>
<DIV>Langar yður að þjóna samnemendum yðar í Felix og Foldu?</DIV>
<DIV>Gekk yður vel í bókfærslu í Verzló í árdaga? (þér vitið hver þér eruð
... )</DIV>
<DIV>Eru viðskipti með samfélagsþjónustulegu ívafi yður í blóð borin?</DIV>
<DIV>Getið þér þagað yfir leyndarmáli?</DIV>
<DIV>Viljið þér hljóta þakklæti og virðingu samframhaldsnema yðar í Öskju?
(Gangi yður þá vel ... )</DIV>
<DIV> </DIV>
<DIV>Hafið þér svarað þér einhverju af þessu játandi, gefst nú tækifærið,
því Dularfulla skúffusjoppan í Mýrinni leitar að sjálfboðaliðum til að annast
reksturinn á haustmisseri 2007, eða jafnvel allt Háskólaárið 2007-2008! </DIV>
<DIV> </DIV>
<DIV>Látið ekki þetta einstæða tækifæri yður úr greipum ganga og hafið samband
NÚNA á þetta netfang. Vér bíðum eftir að heyra frá yður.</DIV>
<DIV> </DIV>
<DIV>Munið að aðeins örfáum hlotnast sú virðingarstaða að sjá um rekstur
Dularfullu skúffusjoppunnar í Mýrinni, en hver veit: Það gætuð verið
ÞÉR!</DIV>
<DIV> </DIV>
<DIV>Dularfulla skúffusjoppan í Mýrinni</DIV></BODY></HTML>