[Folda] Sumarið er tíminn...til að grilla!
Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir
isg1 at hi.is
Thu May 3 18:02:27 GMT 2007
Kæru félagar!
Föstudaginn 11. maí munum við, Folda og Felix, standa fyrir
grillpartýi hér í Öskju. Herlegheitin byrja kl 17 og standa þangað
til að Ívar er amk búinn að taka nokkur lög á gítarinn.
Boðið verður upp á pylsur, hamborgara og drykki. Fólki er einnig
frjálst að koma með sína eigin máltíð á grillið og/eða drykki.
Kostnaði verður stillt í hóf (um 1000 kr fyrir allt, minna ef fólk er
að hluta til með eigin veitingar) og mun koma betur í ljós þegar nær
dregur.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda póst á Ingibjörgu
<isg1 at hi.is> - vinsamlegast takið fram hvort þið ætlið að vera með í
mat/drykk eða ekki.
Bestu kveðjur f.h. skemmtinefndar,
Ingibjörg
More information about the Folda
mailing list