[Folda] FW: [Hi-starf] Undur Veraldar (17. febrúar ): Funheitt gróðurhús eða brunagaddur ísaldar?

Ívar Örn Benediktsson iob2 at hi.is
Fri Feb 16 10:16:18 GMT 2007


Ólafur Ingólfsson, Háskóla Íslands: Funheitt gróðurhús eða brunagaddur
ísaldar? - veðurfarssaga jarðar síðustu 650 milljón ára.

Rannsóknir á veðurfarssögu jarðar síðustu 650 milljón ára sýna að hitafar á
heimsmælikvarða sveiflast milli tveggja öfga: annars vegar eru löng tímabil
þar sem mjög hlýtt er um jörðina, og hins vegar eru styttri tímabil
fimbulkaldra ísalda. Hlýju tímabilin einkennast af gróskumiklu lífi og hárri
sjávarstöðu, meðan ísaldirnar markast af minni lífauðgi og mikilli
útbreiðslu jökla, sérstaklega á háum og miðlægum breiddargráðum. Í erindinu
verður skýrt frá helstu gögnum sem endurspegla veðurfarssögu jarðar. Orsakir
þessara öfgakenndu sveifla frá funheitu gróðurhúsaloftslagi til brunagadds
ísalda verða skýrðar. Leidd verða rök að því að núverandi hlýskeið líði mót
lokum og nýtt jökulskeið sé handan sjóndeildarhringsins.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal
132, kl 14.00, 17. febrúar.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar sem
Raunvísindadeild Háskóla Íslands stendur fyrir í tilefni árs jarðarinnar
2008, (sjá nánar á http://undur.hi.is). Allir velkomnir.

-------------- next part --------------
_______________________________________________
Hi-starf mailing list
Hi-starf at hi.is
http://listar.hi.is/mailman/listinfo/hi-starf


More information about the Folda mailing list