[Folda] Meistaraprófsfyrirlestur kl. 14 / MSc presentation at 14

Ívar Örn Benediktsson iob2 at hi.is
Fri Nov 3 09:48:38 GMT 2006


Meistaraprófsfyrirlestur við jarð- og landfræðiskor 
raunvísindadeildar Háskóla Íslands


Föstudaginn 3. nóvember 2006 kl. 14:00 

í sal N-132 í Öskju-náttúrufræðaúsi, Sturlugötu 7 

mun

  Guðrún Eva Jóhannsdóttir 

halda fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt 
 

"Mid Holocene to late glacial tephrochronology in West Iceland 
 as revealed in three lacustrine environments"


Abstract 
Tephrochronology plays a prominent role in Holocene paleoclimate studies and
tephra layers have been widely used for age determinations and correlations
throughout the North Atlantic area. The tephra stratigraphy of three
lacustrine-sediment cores has been established.   The lakes under study lie
on a transect from south to northwest Iceland, collectively providing a
near-continuous high-resolution tephrochronological record extending as far
back as ~12 ka BP. Here the focus is on the period from ~4 to 12 ka BP. The
geographical positions of the lakes relative to the active volcanic zones in
Iceland allow us to discriminate between marker layers of regional and local
importance. A combined section based on the tephrastratigraphy at all three
sites comprises a total of 88 layers for the period in question; 82 layers
are basaltic and 6 have major intermediate to silicic components. Most of
the layers (83%) are produced by subglacial phreatomagmatic eruptions at
ice-capped volcanoes in the Eastern Volcanic Zone (EVZ). 
Altogether 9 large regional marker layers in the period of concern have been
identified. Three of these are from the Katla volcanic system; the ~7.4 Ka
SILK A8 and ~7.5 ka SILK A9 layers and the ~12.2 Ka Vedde tephra. Three are
from Hekla; the ~6.1 ka basaltic T-tephra and the ~4.3 ka H4 and ~7 ka H5
rhyolite layers and three layers correlate in major element composition with
the Saksunarvatn tephra layer formed between ca. 10,2-10.4 ka.  At this
stage it is not clear which of the three basaltic layers correlate with the
Saksunarvatn tephra layer first identified in the Faeroe Islands. Twelve
layers of local importance are correlated between at least two of the sites
using major element composition and stratigraphy. Five are typical Katla
basalt layers, the 6.4 ka AlA-1, ~6.63 ka AlA-2, ~6.75 ka AlA-3, ~7.1 ka
AlA-4 and ~8.95 ka AlA-5, which are distinguished on subtle but significant
differences in major element composition. Two, the ~9.1 ka AlB-1 and ~6.1 ka
AlC-1, are mildly alkaline basalt layers that most likely originated at the
Hekla volcanic system. Three basalt tephra layers, the ~9.4 ka ThE-1, ~8.7
ka ThB-2 and ~8.56 ka ThB-1, have chemical affinity to the Veiðivötn
volcanic system, whereas the ~8.85 ka ThA-1 tephra is from the Grímsvötn
volcanic system. Finally, the ~8.61 ThH-1 tephra is a basalt layer that
originated within the Reykjanes Volcanic Zone. 

Ágrip 
Gjóskulög eru mikilvægir jafntímafletir í setmyndunum á
Norður-Atlantshafssvæðinu og nýtast meðal annars við tímasetningu fornra
umhverfisbreytinga, frá lokum síðasta jökulskeiðs fram á nútíma. Hér eru
kynntar niðurstöður úr rannsóknum á gjóskulögum sem finnast í setkjörnum frá
þremur stöðuvötnum, en vötnin liggja á þversniði frá Suðurlandi til
Vesturlands. Kjarnarnir geyma nánast samfellda sögu loftslagsbreytinga
síðustu 12 þúsund ára og útbúið hefur verið háupplausnar gjóskulagatímatal
fyrir tímabilið 4-12 þúsund ár. Stöðuvötnin liggja mislangt frá virkum
gosbeltum og það auðveldar aðgreiningu á lítt útbreiddum staðbundnum
gjóskulögum frá stærri svæðisbundum lögum. Alls hafa 88 lög verið greind í
kjörnunum, þar af eru 82 að mestum hluta  basísk, 3 ísúr og 3 rhýólítísk.
Flest lögin (83%) urðu til við gos undir jökli í eldstöðvum Eystra
Gosbeltisins. 
Alls hafa fundist 9 gjóskulög sem þekkt eru fyrir mikla útbreiðslu í
íslensku seti og sum víðar frá Norður Evrópu. Þrjú þessara laga eru ættuð
frá Kötlu eldstöðvarkerfinu; SILK A8 (~7,4 þús. ára) og SILK A9 (~7,4 þús.
ára) og Veddegjóskan (~12,2 þús. ára). Önnur þrjú gjóskulög eru frá
Heklukerfinu; H4 (~4,3 þús. ára), T-gjóskulagið (~6,1 þús. ára) og H5 (~7,0
þús. ára). Einnig finnst röð af þremur, um það bil 10.300 ára gömlum,
gjóskulögum sem myndast hafa á um 100 ára tímabili. Efnasamsetning þessara
laga er sú sama og Saksunarvatnsgjóskunnar (~10,35 þús. ára) en hvert
þessara laga samsvarar Saksunarvatnslaginu sem finnst í Færeyjum er ekki
vitað á þessu stigi. Ennfremur finnast 12 gjóskulög, öll basísk, sem koma
fyrir í fleiri en einu stöðuvatni og hægt er að tengja milli vatnanna með
aðstoð efnasamsetningar og staðsetningu laganna í setsúlunni. Fimm þessara
laga eru frá Kötlukerfinu; AlA-1 (~6,4 þús. ára), AlA-2 (~6,63 þús. ára),
AlA-3 (~6,75 þús. ára), AlA-4 (~7,1 þús. ára) og AlA-5 (~8,95 þús. ára) og
þau má greina í sundur með hárfínum en marktækum mun í aðalefnasamsetningu.
Tvö laganna eru að öllum líkindum frá Heklukerfinu; AlC-1 (~6,1 þús. ára) og
AlB-1 (~9,1 þús. ára). Þrjú lög eru frá Veiðivatnakerfinu; ThB-1 (~8,56 þús.
ára), ThB-2 (~8,7 þús. ára) og ThE-1 ( ~9,4 þús. ára) og eitt er frá
Grímsvatnakerfinu; ThA-1 (~8,85 þús. ára). Ennfremur er eitt lag sennilega
ættað úr Reykjanes Gosbeltinu; ThH-1 (~8,61 þús. ára) 


Leiðbeinendur eru dr. Þorvaldur Þórðarson, University of Edinburgh og dr.
Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands 

Prófdómari er dr. Anthony Newton, University of Edinburgh 

Fyrirlesturinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. 


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20061103/4e702521/attachment.html


More information about the Folda mailing list