[Folda] Kjaramál framhaldsnema
Ívar Örn Benediktsson
iob2 at hi.is
Mon Mar 27 16:30:49 GMT 2006
Kæru félagar, (no english version)
Sem formaður Foldu var ég plataður á undirbúningsfund fyrir endurskoðun
kjarasamninga nú í vor. Á fyrsta fundi fékk ég það verkefni að kanna
kjör á meðal félagsmanna í Foldu, þ.e. framhaldsnemenda í jarðfræði,
landfræði, ferðamálafræði og jarðeðlisfræði. Undirbúningsnefndin hefur
áhuga á að vita hvernig framhaldsnemendur fjármagna framfærslu sína á
meðan þeir eru í námi. Vitað er að margir fá greitt að einhverju leyti
fyrir að sinna verkefnum sínum. Það sem nefndin hefur helst áhuga á að
vita er hvernig fólk fær greitt fyrir sína vinnu, þ.e. með
ráðningasamningi og hefðbundnum launagreiðslum, með verktakagreiðslum
eða eftir öðrum leiðum. Þetta skiptir máli þegar kemur að kjörum,
réttindum, trygginum og fleiru sem varðar vinnandi fólk - líka
framhaldsnema!
Má ég vinsamlegast biðja ykkur sem fáið greitt að einhverju eða öllu
leyti fyrir að sinna verkefnum ykkar, að senda mér upplýsingar um
hvernig greiðslum til ykkar er háttað. Allar slíkar upplýsingar eru
mikilvægar fyrir kjara- og réttindabaráttu og endurskoðun kjarasamninga.
Vinsamlegast sendið mér upplýsingar fyrir næstkomandi fimmtudag.
Bestu kveðjur,
Ívar Örn
___________________________________________________________
Ívar Örn Benediktsson, Cand. Scient.
PhD student - Glacial geology and geomorphology
Department of Geology and Geography,
Institute of Earth Sciences, University of Iceland,
Askja, Room 153, P.O. Box 153,
Sturlugata 7, IS-101 Reykjavík
Phone: (+354) 525 4305
Mobile: (+354) 861 6224
Personal homepage: <http://www.hi.is/~iob2/> http://www.hi.is/~iob2/
<http://www.jardvis.hi.is/> www.jardvis.hi.is /
<http://www.earthice.hi.is/> www.earthice.hi.is /
<http://www.hi.is/page/jardland/> www.hi.is/page/jardland/
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20060327/6a02a349/attachment.html
More information about the Folda
mailing list