[Folda] Vorráðstefna Félags Landfræðinga, 24. mars 200 6

Heiða Björk Halldórsdóttir hbh1 at hi.is
Thu Mar 23 17:11:04 GMT 2006


Vorráðstefna Félags landfræðinga, 24. mars 2006.
Á morgun, föstudaginn 24. mars verður haldin vorráðstefna Félags
landfræðinga á Grand Hótel í sal er nefnist Háteigur og er á efstu hæð
hótelsins. Reiknað er með hálfs dags ráðstefnu frá kl. 13:00 til 17:00. Í
lokin mun félagið bjóða ráðstefnugestum í kokteil og pinnamat.
Verð á ráðstefnuna er það sama og í fyrra, 2000 fyrir félagsmenn, 500 kr
fyrir nemendur og 3000 kr fyrir aðra.


Dagskrá:

12:30 – 13:00         Skráning.

13:00 – 13:10        Setning ráðstefnunnar.  Hjalti J. Guðmundsson,
formaður FL.

13:10 – 13:30         Ingibjörg Jónsdóttir:  Harðindin í lok 19. aldar og
aðstoð Eiríks Magnússonar við Íslendinga.

13:30 – 13:50        Bjarni Reynarsson:  Ferðir Íslendinga - áhrifasvæði
höfuðborgarsvæðisins.

13:50 – 14:10        Edward H. Huijbens: Jarðskriftir - votlendi og jeppar.

14:10 –14:30        Níels Finsen: ENC Rafræn sjókort - Kynning á ENC hjá
Sjómælingum Íslands.

14:30 – 14:50         Árni Vésteinsson:  Dýptarmælingar á landgrunni
Íslands og staðall IHO.

Kaffihlé  14:50 – 15:00        

15:00 – 15:20        Marin Ivanov Kardjilov: MODIS remotely sensed
terrestrial carbon fluxes in North-eastern Iceland.

15:20 – 15:40        Björn Traustason: Kolefni og sýrustig í eldfjallajörð
með tilliti til landslags og yfirborðsgerðar lands.

15:40 – 16:00         Guðrún Gísladóttir:  Landhnignun og landnýting:
Áhrif hagsmunaaðila á stjórnun landnýtingar.

Kaffihlé  16:00 – 16:10        

16:10 – 16:30        Magnfríður Júlíusdóttir: Mótun og merking staða:
Austurvöllur í blíðu og stríðu.

16:30 – 16:50        Anna Dóra Sæþórsdóttir: Notkun viðhorfskvarða við
skipulagningu ferðamannastaða.

16:50 – 17:10        Anna Karlsdóttir: Skemmtiskip á  norðurslóð og
upplifun farþega af Íslandi.

Kokteill í boði Félags landfræðinga 17:10 – 18:00.





More information about the Folda mailing list