[Arminius] Árshátíð - plan

arminius at listar.hi.is arminius at listar.hi.is
Thu Mar 3 22:18:15 GMT 2005


Sæl öll,

svo virðist sem tölvupósturinn sem ég sendi á ykkur í morgun, hafi
ekki farið í gegn og þykir mér það mjög leiðinlegt. En efni þessa
póstar er sem sagt plan árshátíðarinnar, sem haldin verður föstudaginn
4. mars. 9 skor hugvísindadeildar hafa tekið sig saman og munu halda
ball á Þjóðleikhússkjallaranum annað kvöld og mun DJ AMMA spila.
Ballið hefst um miðnætti og á undan ætlum við í þýskunni að hittast og
borða saman og skreppa á barinn. Ástæðurnar fyrir þessum stutta
fyrirvara eru margvíslegar, en vegna brennandi áhuga nokkurra
Arminiusfélaga var ákveðið að skella upp góðu kvöldi.

Planið er eftirfarandi: 

- Hittumst á Ítalíu kl. 20:15 og borðum saman og höfum gaman.
- Eftir matinn verður jafnvel farið á barinn, nema setið verði á
Ítalíu fram að miðnætti.
- Um miðnæturbil verður haldið á ball í Kjallaranum, sem er í boði
Arminiusar fyrir félagana, muna bara eftir skírteinunum ykkar þar sem
hugsast getur að þið þurfið að sýna þau við innganginn (þeir sem ekki
eru skráðir í félagið - aðeins á póstlistann - þurfa að fá skírteini
hjá Silviu)! Í Kjallaranum munum við sameina gleði okkar öllu hinu
hugvísindafólkinu og verður dansað og trallað fram eftir nóttu undir
tónum DJ ÖMMU. Fjör smjör!

Sendiði tölvupóst á bryndisyr at gmail.com & silvias at hi.is og látiði vita
um þátttöku ykkar, eða taliði við Silviu í skólanum á morgun (Svava
mun líka taka niður nöfn þeirra sem koma 100%).

Góða skemmtun á morgun!
kv. Bryndís


-- 
Bryndís Ýr Pétursdóttir 
Hæðargarður 44 
108 Reykjavík 
Island 

Tel: +354 5686941 
Mob: +354 6614880



More information about the Arminius mailing list