[Arminius] Oktoberfest samantekt

arminius at listar.hi.is arminius at listar.hi.is
Mon Oct 4 01:56:57 BST 2004


Heil og sæl öll sömul og takk fyrir helgina. Oktoberfest 2004 heppnaðist
ágætlega en þó eru nokkur mál sem stjórn Arminiusar vill koma á framfæri.
Fyrst og fremst þakklæti til allra sem aðstoðuðu við að halda hátíðina, en
jafnframt viljum við koma á framfæri að við erum mjög óhress með lélega
þátttöku þýzkunema í aðstoð. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því
hversu mikil framkvæmd þetta er og það að koma kannski í nokkra klukkutíma
á föstudaginn er lítil hjálp. Hátíðin í ár mæddi að mestu á stjórninni
(sem skipar nú bara 4 einstaklinga) og þýddi það að við slepptum tímum
nánast í 3 vikur til þess að láta þessa hátíð verða að veruleika. Við erum
búin að vera á fullu, leggja okkur alveg 200% fram og því þykir okkur mjög
leiðinlegt hversu lítið fólk var tilbúið að aðstoða. Við erum mjög sár og
í raun reið yfir þessu. Ljóst er að Oktoberfest verður ekki haldin að ári
nema fólk sé tilbúið að leggja meira á sig, að minnsta kosti ekki í nafni
þýzkunema.

Allt of fáir voru tilbúnir að koma og setja upp tjaldið með okkur. Fleiri
aðstoðuðu um kvöldið en ekki nánda nærri nógu margir. Margir virtust líta
á þetta sem tíma til að detta í það, er það miður að þýzkunemar hafi
ákveðið að þetta væri bezti tíminn fyrir fyllerí, jafnvel þó þeir hafi
verið að vinna, og láta þá okkur hin fáu vinna meira.  Nánast enginn mætti
í tiltekt!! Páll Baldursson var sá eini fyrir utan stjórnina, sem gat séð
af dýrmætum tíma sínum á sunnudaginn og er ljóst að hann á miklar þakkir
skyldar.

Er það þýzkunemum til mikils vanza að láta þetta fara svona. Enn verra er
að þrátt fyrir úthringingar og beiðni um aðstoð hafi einstaklingar færst
undan því að koma og hjálpa í tiltekt. Mikið neyðarástand skapaðist þar
sem öll tjöldin fuku á sunnudeginum. Var mikil mildi að ekki fór illa,
Særún til dæmis fauk með tjaldinu þegar við fáu sem vorum mætt reyndum í
örvæntingu að halda í stóra tjaldið svo það fyki ekki. Það bar ekki
árangur og fauk Særún nokkra metra með tjaldinu og Bryndís þurfti að kasta
sér niður á jörðina svo hún tækist ekki á loft og stórslasaði sig. Sem
betur fer sluppu þær báðar, fyrir utan að Bryndís fékk högg á fótinn og
stokkbólgnaði. Tjónið á tjöldunum nemur um þremur milljónum að sögn
Seglagerðarinnar. Við fáu sem mættum vorum frá tíu um morguninn til
klukkan að verða sex non stop í tiltekt. Rusl fauk út um allt og aðstæður
til að athafna sig voru ekki allt of góðar.

Fólk ætti að hafa gert sér grein fyrir því að tiltekt yrði um helgina.
Stjórnin var í tjaldinu laugardaginn og svo auðvitað sunnudaginn. Enginn
eða mjög fáir létu sjá sig (einungis Svava og Páll Baldursson). Fór svo að
við sem vorum mætt þurftum að hringja út vini og vandamenn til þess að
geta ráðið við aðstæður. Er það þýzkunemum til mikils vanza!

Stjórn Arminiusar harmar mjög hvernig fór, þakkar þeim sem lögðu eitthvað
af mörkunum en ljóst er að einungis þeir sem eitthvað lögðu á sig munu
uppskera. Stjórnin hefur ákveðið að launa þeim sem stóðu í þessu með okkur
með því að bjóða til veizlu á fimmtudaginn næsta. Póstur með nánari
upplýsingum verður sendur út bráðlega. Hvað verður gert við afganginn af
ágóðanum af hátíðinni er ljóst að einungis þeir sem lögðu mest á sig fá að
njóta hans. Ætti það að vekja fólk til umhugsunar um það hvort það sé
tilbúið að leggja eitthvað á sig fyrir hátíðina á næsta ári.

Sérstakt þakklæti fá:

Páll Baldursson
Svava
Alex
Frank
Jürgen kærasti Bryndísar

Aðrir sem lögðu meira á sig en margir og eiga þakkir skyldar fyrir það eru:
Heimir
Nadira
Berglind Prünner

Aðrir sem tóku þátt í þessu með okkur eiga að sjálfsögðu líka þakkir
skyldar. Fólk veit það bezt sjálft hvort það á þakkir skyldar.

Með Tag der deutschen Einheit kveðju,

Mjög svo örmagna stjórn Arminiusar



More information about the Arminius mailing list