<font face="Default Sans Serif,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif" size="2"> <span></span><br><div style="padding-left:5px;"><div style="padding-right:0px;padding-left:5px;border-left:solid black 2px;"><bjargey@hi.is><img  src="cid:_2_45D250F045D22700003F1DBB002579B9"> <br><font face="sans-serif" size="3"><b>Ónákvæmni í verðbólguspám, verðbólgumarkmið og ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða</b></font> <br><font face="sans-serif" size="3"><b>Föstudaginn 9. mars kl. 11-12</b></font> <br><font face="sans-serif" size="3"><b>Í fundarherbergi á 3. hæð í Odda</b></font> <br> <br><font face="sans-serif" size="2">Föstudaginn 9. mars flytur Yngvi Harðarson erindi á málstofu Hagfræðideildar undir yfirskriftinni Ónákvæmni í verðbólguspám, verðbólgumarkmið og ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða.</font> <br> <br><font face="sans-serif" size="2">Greiningaraðilar á fjármálamarkaði birta spár um verðbólgu og um mánaðarlega þróun vísitölu neysluverðs. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp hefur vanspá verðbólgu verið mun algengari en ofspá og á það bæði við ársspár og mánaðarlegar spár sem gjarnan eru birtar nokkrum dögum fyrir birtingu vísitölu neysluverðs.</font> <br> <br><font face="sans-serif" size="2">Nákvæmni mánaðarlegra spáa minnkaði verulega á árinu 2008 en hefur aukist á ný. Varpað er fram spurningunni um hvort áfram megi búast við aukinni nákvæmni eða hvort ónákvæmni í spágerðinni breytist með kerfisbundnum hætti og muni þá aukast á ný?</font> <br> <br><font face="sans-serif" size="2">Þótt óverðtryggðar eignir vegi ekki þungt í eignasöfnum lífeyrissjóða þá hafa sjóðirnir í auknum mæli fjárfest í óverðtryggðum skuldabréfum. Hefur umræða verið um aukna þýðingu slíkra fjárfestinga í samhengi við mögulega óverðtryggða skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs. Skv. reglugerð er núvirði óverðtryggðra skuldabréfa með fasta vexti metið m.v. 3,5% ávöxtunarkröfu auk verðbólguálags sem svarar til verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Með hliðsjón af reynslunni frá upptöku verðbólgumarkmiðs Seðlabankans er varpað fram spurningunni um hvort eðlilegt sé að nota það í tengslum við núvirðingu og ef ekki hvað þá?</font> <br> <br><font face="sans-serif" size="2">Yngvi Harðarson útskrifaðist með cand. oecon próf frá þjóðhagskjarna Viðskipta- og hagfræðideildar árið 1986 og með MA próf í hagfræði frá Queen‘s University í Kanada árið 1988. Yngvi hefur starfað sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, hagfræðingur Félags Íslenskra iðnrekenda og í fjármálageiranum. Þá var hann um tíma aðjúnkt við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Nú rekur Yngvi fyrirtækið Analytica ehf. sem er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og áhættustýringar.</font> <div><font face="Courier New,Courier,monospace" size="2"><br></font></div></bjargey@hi.is></div></div><div></div></font>