[Vid-stund] Tilkynning til kennara í Viðskipta og hagfræðideild vegna Þjóðarspegils 2006

Hildur Bjarnadóttir hildurb at hi.is
Mon Oct 16 10:05:33 GMT 2006


 Á Ráðstefnu VI um rannsóknir í félagsvísindum gefst rannsakendum og 
stofnunum á sviði félagsvísinda tækifæri til að kynna rannsóknir á 
veggspjöldum. Með bréfi þessu er verið hvetja til almennrar þátttöku og 
jafnframt gefa nauðsynlegar upplýsingar hvernig standa beri að málum. 
Þeir sem eru áhugasamir um að vera með veggspjöld á ráðstefnunni eru 
beðnir að láta Friðrik H. Jónsson (fhj at hi.is) fyrir 20. október 2005.
Hvert veggspjald má vera allt að 90 (breidd) x 130 (lengd) cm að stærð en 
mælt er með stærðinni 80 x 120 cm. Ekki eru strangar reglur um 
uppsetningu, eins og til dæmis um línubil og leturstærð, heldur einungis 
óskað eftir að efnið sé sett fram á smekklegan hátt. Hafa ber hugfast að 
letur verður að vera nægilega stórt til að það sé vel læsilegt..
Tillaga að uppsetningu: Hægt er á tiltölulega einfaldan hátt að setja 
veggspjaldið upp í Power Point. Stillið stærð í Page setup gefið upp málin 
80 cm fyrir breidd og 120 cm fyrir lengd. Þá er hægt að skipta svæðinu í 
ramma og raða inn ólíkum efnis­þáttum eftir því sem við á.
Hér á eftir eru ábendingar um þau efnisatriði sem skynsamlegt er að láta 
koma fram á veggspjaldinu.
            Titill þarf að lýsa vel því sem fram kemur í rannsókninni. 
Mikilvægt er þó að hann sé eins stuttur og hnitmiðaður og mögulegt er. 
Óþarfi er að hafa útdrátt.
            Inngangur: Nauðsynlegt er að kynna rannsóknina, þar sem fram 
kemur hvert var markmið hennar og hvaða fræðilegu þýðingu hún hefur.
            Aðferð: Koma þarf fram lýsing á því hvernig rannsóknin var 
gerð, hvað var mælt, þau mælitæki sem notuð voru og ef það á við, hverjir 
voru mældir. 
            Niðurstöður: Æskilegt er að niðurstöður séu sem mest á 
myndrænu formi, það er í myndum eða töflum. Þess skal þó gætt að í texta 
komi fram túlkun á myndum og töflum, án þess að um beina endurtekningu sé 
að ræða. Einnig fer vel á að myndum fylgi stuttur texti þar sem 
niðurstöður eru útskýrðar fyrir lesanda.
            Umræða: Við hæfi er að hafa stutt lokaspjall, þar sem útskýrt 
er hversu vel niðurstöður falla að tilgátum og dregnar ályktanir út frá 
rannsókninni.
Sýningarkerfi ehf í Sóltúni 20, Reykjavík bjóða prentun og plöstun á 
veggspjöldum á 4000 krónur á stykkið. 
 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20061016/851a4525/attachment.html


More information about the Vid-stund mailing list