[ÖRFÍ]Fræðsluerindi á Keldum: Sumarexemsrannsóknir staða og horfur

Birkir Þór birkirbr at hi.is
Mon Sep 22 08:48:55 GMT 2014



_Þessi póstur er sendur tengiliðum við stofnanir, fyrirtæki, félög og 
hópa, til að kynna fræðsluerindi sem haldin eru á Tilraunastöðinni að 
Keldum. Vinsamlegast áframsendið með tölvupósti eftirfarandi upplýsingar 
til ykkar fólks._

*Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.*

Fyrirlesari:*Sigurbjörg Þorsteinsdóttir*, ónæmisfræðingur á Keldum.**

Heiti erindis:***Sumarexemsrannsóknir staða og horfur*.**

**

Erindið verður haldið _fimmtudaginn 25. september _kl. 12:20, í 
bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

Sumarexem er húðofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs sem lifir ekki á 
Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Unnið er að 
því að þróa ónæmismeðferð gegn exeminu. þ.e. forvörn og lækningu og 
notaðar til þess þrjár nálganir: *1)* *Próteinbóluefni með ónæmisglæði*; 
sprautun í eitla eða í húð með hreinsuðum ofnæmisvökum í völdum glæðum 
virðist ræsa varnarsvar gegn ofnæmi. *2) Veiruferjubóluefni*; hönnuð 
hefur verið Baculoveiruferja með ofnæmisvakageni, prófanir í hestum 
standa yfir ásamt hönnun á fleiri veiruferjum. *3) Bygg sem tjáir 
ofnæmisvaka*; tekist hefur að mynda sérvirkt mótefnasvar í blóði og 
munnvatni hesta með meðhöndlun um munn með byggi sem tjáir utanaðkomandi 
prótein. Reynt verður að afnæma hesta á sama hátt.

_______________________________________________________________

Birkir Þór Bragason

Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20140922/4146a858/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Bor?i ?slenskur - JPEG format_ed.jpg
Type: image/jpeg
Size: 19012 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20140922/4146a858/attachment-0001.jpg 


More information about the Gerlanet mailing list