[ÖRFÍ]Vorþing auglýsing
Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir
totarafnar at gmail.com
Thu Jan 24 21:14:49 GMT 2013
VORÞING Örverufræðifélags Íslands verður haldið miðvikudaginn 6. mars
2013. Þess má einnig geta að um þessar mundir fagnar félagið 25 ára afmæli
sínu.
Þingið verður haldið í húsakynnum Matís að Vínlandsleið og stendur yfir frá
kl. 20:00 til 22:00.
Félagsmenn sem ætla að kynna veggspjöld eru vinsamlegast beðnir um að senda
upplýsingar um titil, höfund(a) og nafn stofnunar (stofnanna) og útdrátt til
ritstjóra fréttabréfsins (thoruth at hi.is) fyrir 22. febrúar n.k.. Óskað er
eftir
sem flestum veggspjöldum og útdráttum, svo hægt sé að fá greinagóða mynd af
þeim örverurannsóknum sem eru stundaðar hér á landi. Í upphaf þings gefst
félagsmönnum tækifæri til að kynna veggspjöld sín í mjög fáum orðum. Gert er
ráð fyrir að einn höfundur kynni veggspjald, kynni sig, stofnun sína, titil
veggspjalds og innihald þess í nokkrum setningum (hámark 5 mín.). Félagsmenn
geta í lok kynninga fengið frekari upplýsingar um efni veggspjalda með
höfundum.
Með kveðju
Stjórn ÖRFÍ
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130124/3031ff1d/attachment.html
More information about the Gerlanet
mailing list