[ÖRFÍ]Fræðsluerindi á Keldum: Ónæmissvar hjá bleikju í kjölfar bakteríusýkingar.
Birkir Þór Bragason
birkirbr at hi.is
Mon Jan 21 09:16:53 GMT 2013
_Þessi póstur er sendur tengiliðum við stofnanir, fyrirtæki, félög og
hópa, til að kynna fræðsluerindi sem haldin eru á Tilraunastöðinni að
Keldum. Vinsamlegast áframsendið með tölvupósti eftirfarandi upplýsingar
til ykkar fólks. _
*
*
*
Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.*
Fyrirlesari*:Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir*, sérfræðingur á Keldum.
Heiti erindis:*Ónæmissvar hjá bleikju (/Salvelinus alpinus/, L.) eftir
sýkingu bakteríunnar /A. salmonicida/ undirteg. /achromogenes/ og
mikilvægi AsaP1 úteitursins.*
**
Erindið verður haldið _fimmtudaginn 24. janúar,_ kl. 12:20, í bókasafni
Tilraunastöðvarinnar.
Íslendingar eru stærstu bleikjuframleiðendur í heimi en þekking á
ónæmissvari bleikju er enn mjög takmörkuð. Bakterían /Aeromonas
salmonicida/ undirteg. /achromogenes/ (Asa) veldur kýlaveikibróður hjá
bleikju. AsaP1 er eitraður aspzincin málmpeptíðasi og sýkiþáttur, sem
Asa seytir. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ónæmisviðbrögð bleikju
sem sýkt er með Asa eða AsaP1 neikvæðu stökkbrigði af Asa (AsaP1^- ).
Magnbundið rauntíma PCR-próf (RT-qPCR)var notað til að kanna tjáningu
gena ónæmisþátta í framnýra, milta og lifur á mismunandi tímum í 7 daga
eftir sýkingu. Ónæmisvefjalitun á sýnum úr sömu líffærum var gerð með
mótefnum sem greina B (IgM) og T (CD3?) frumur. Niðurstöður sýna að við
upphaf sýkingar var tjáningu forstigs bólguboða og efnatoga sem tilheyra
meðfæddu ónæmi öflugust en síðan jókst tjáning á þáttum sem tilheyra T_h
2 stýrðu áunnu ónæmissvari. Ónæmisviðbrögð voru öflugust í milta og
framnýra. RT-qPCR próf greindu marktækan mun á ónæmisviðbragði fisksins
gegn Asa og AsaP1^- bakteríustofna. Vefjabreytingar greindust hjá sýktum
fiski, en ekki var greinanlegur munur á því með hvorri bakteríunni
fiskurinn var sýktur. Í HE lituðum vefjasneiðum frá sýktri bleikju voru
elipsulagaðar myndanir umhverfis grannar slagæðar í milta, sem
ónæmisvefjalitun greindi IgM-jákvæðar og CD3 jákvæðar frumur voru í
klösum á víð og dreif um allt miltað.
________________________________________________________________
Birkir Þór Bragason
Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130121/18b902f7/attachment-0001.html
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Bor?i ?slenskur - JPEG format_ed.jpg
Type: image/jpeg
Size: 19012 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130121/18b902f7/attachment-0001.jpg
More information about the Gerlanet
mailing list