[ÖRFÍ]Fræðsluerindi á Keldum: Lungnasýkingar í sauðfé – faraldsfræði og þróun bóluefna.
Birkir Þór Bragason
birkirbr at hi.is
Sun Apr 28 15:26:43 GMT 2013
_Þessi póstur er sendur tengiliðum við stofnanir, fyrirtæki, félög og
hópa, til að kynna fræðsluerindi sem haldin eru á Tilraunastöðinni að
Keldum. Vinsamlegast áframsendið með tölvupósti eftirfarandi upplýsingar
til ykkar fólks. _
*Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.*
Fyrirlesari:***Þorbjörg Einarsdóttir*.**
Heiti erindis:***Lungnasýkingar í sauðfé – faraldsfræði og þróun bóluefna.*
**
Erindið verður haldið _fimmtudaginn 2. maí kl. 12:20_, í bókasafni
Tilraunastöðvarinnar.
Lungnapest og kregða eru helstu lungnasjúkdómarnir í íslensku sauðfé.
/Mycoplasma ovipneumoniae /veldur kregðu, sem einkennist af sumarhósta í
lömbum en við haustslátrun sjást oft berkjubólga og samfallin lungu.
Pasteurella bakteríur valda lungnapest, sem einkennist m.a. af sárum
hósta, háum hita og lystarleysi, en geta einnig valdið skyndilegum dauða
án sjúkdómseinkenna. Í erindinu verður lýst verkefni sem snýst um að
rækta upp og greina mismunandi stofna og meinvirkniþætti Pasteurella- og
Mycoplasma baktería úr sýktum kindum frá mismunandi landsvæðum. Að auki
munum við reyna að búa til Mycoplasma bóluefni, líkt og gert er nú fyrir
Pasteurella bakteríur og hefur veitt nokkra vernd. Ef fjármunir fást,
munum við reyna að þróa erfðabreytt bóluefnakerfi til að framkalla
ónæmissvör gegn meinvirkniþáttum bakteríanna.
_______________________________________________________________
Birkir Þór Bragason
Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130428/353c667a/attachment-0001.html
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Bor?i ?slenskur - JPEG format_ed.jpg
Type: image/jpeg
Size: 19012 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130428/353c667a/attachment-0001.jpg
More information about the Gerlanet
mailing list