[Gerlanet] Aðalfundur ÖRFÍ og fræðsluerindi 18. maí 2009

Þórunn Þorsteinsdóttir thoruth at hi.is
Tue May 12 09:07:08 GMT 2009


Aðalfundur Örverufræðifélags Íslands verður haldinn mánudaginn 18. maí 2009
kl. 20:00 í sal á jarðhæð í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:
Skýrsla stjórnar
Endurskoðaðir reikningar
Lagabreytingar
Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
Önnur mál

Að aðalfundi loknum, um kl 20:30, mun Ingibjörg Hilmarsdóttir halda erindið
"Fjendur í fitjum"

"Fjendur í fitjum eru sveppir og bakteríur sem leita skjóls í hlýjunni í
táfitjum vorum, rétt eins og hústökufólk sem finnur hentugt húsnæði til
yfirtöku. Þessum óboðnu gestum fylgja vandræði margskonar. Rétt eins og
hústökufólki fylgir eldhætta þá kveikja fjendur í fitjum sinn eiginn eld
sem stöku sinnum verður að stórbáli. Greint verður frá íslenskum
rannsóknum á útbreiðslu, algengi og fylgikvillum óvina vorra. Að erindinu
loknu ættu áheyrendur að vera betur í stakk búnir til að verjast og bera
kennsl á "hústökufólk" af þessu tagi, sem læðist gjarnan inn á
lymskufullan hátt".


Minnum einnig á heimasíðu félagsins: http://www3.hi.is/fel/orveruf/


Með kveðju
Stjórn ÖRFÍ





More information about the Gerlanet mailing list