<b>Þing haldið í minningu Ögmundar Helgasonar þjóðfræðings og cand mag í íslenskum fræðum</b><br><br>Laugardaginn 18. september verður haldið í Norræna húsinu þing í minningu Ögmundar Helgasonar en hann lést fyrir rúmum fjórum árum.<br>
<br>Ögmundur var íslenskukennari í Menntaskólanum við Tjörnina (síðar við Sund) í áratug, stundaði síðan fræðistörf í Kaupmannahöfn 1983-1986, lengst af sem starfsmaður við Árnastofnun þar í borg. Hann varð starfsmaður við Handritadeild Landsbókasafns 1986 og síðar forstöðumaður þar. Einnig kenndi hann um árabil þjóðfræði við Háskóla Íslands.<br>
<br>Eftir Ögmund liggur fjöldi fræðigreina. Hann gaf einnig út stærri rit, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. <br><br>Þingið er haldið að tilhlutan vina og ættingja Ögmundar. Í stuttum fyrirlestrum verða reifuð fjölbreytileg málefni sem öll snerta störf hans og áhugamál.<br>
<br>Þingið mun standa frá kl. 13 til 17. <br><br>Einnig verður kynnt væntanleg útgáfa bókar sem Ögmundur vann að. Er þar um að ræða þjóðsögur sem Guðmundur Sigurðsson vinnumaður frá Syðri-Gegnishólum í Flóa safnaði á sinni tíð. <br>
<br>Eftirfarandi fyrirlestrar verða fluttir:<br><br>Horfinn tími - Sjöfn Kristjánsdóttir handritafræðingur<br>Með liðnum tíma lúasporum fækkar - Þórgunnur Snædal rúnafræðingur<br>Konur í Kaupmannahöfn - Guðjón Friðriksson sagnfræðingur<br>
Í litklæði fór hann og studdist við stoð - Sölvi Sveinsson cand mag<br>Milli bols og höfuðs - Páll Sigurðsson prófessor<br>Fardagaskáldið og bókmenntaunnandinn - Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi<br>Með Staðaröxl á bakinu - Kristján Eiríksson sérfræðingur á Árnastofnun<br>
Grýla í austri og vestri - Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur<br>Að lesa í landið og tímann - Helga Ögmundardóttir mannfræðingur<br><br>Þá mun hljómsveit þjóðfræðinga flytja nokkur lög og Rósa Þorsteinsdóttir sérfræðingur á Árnastofnun kveða rímur. <br>
<br>Fundarstjórar verða Ólafur Ögmundarson og Ragna Ólafsdóttir. <br><br>Boðið verður upp á veitingar. <br clear="all"><br>-- <br>___________________<br>Félag þjóðfræðinga á Íslandi<br><a href="http://www.akademia.is/thjodfraedingar" target="_blank">www.akademia.is/thjodfraedingar</a><br>
<a href="mailto:thjodfraedingar@gmail.com" target="_blank">thjodfraedingar@gmail.com</a><br>