<b><font size="4">Þing haldið í minningu Ögmundar Helgasonar þjóðfræðings og cand<br>mag í íslenskum fræðum.<br></font></b><br>Laugardaginn 18. september verður haldið í Norræna húsinu þing í<br>minningu Ögmundar Helgasonar en hann lést fyrir rúmum fjórum árum.<br>
Þingið mun standa frá kl. 13 til 17.<br><br>Þingið er haldið að tilhlutan vina og ættingja Ögmundar. Í stuttum<br>fyrirlestrum verða reifuð fjölbreytileg málefni sem öll snerta störf hans og<br>áhugamál.<br><br>Einnig verður kynnt væntanleg útgáfa bókar sem Ögmundur vann að. Er þar<br>
um að ræða þjóðsögur sem Guðmundur Sigurðsson vinnumaður frá Syðri-<br>Gegnishólum í Flóa safnaði á sinni tíð.<br><br>Fyrirlesarar verða:<br>Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi,<br>Helga Ögmundardóttir mannfræðingur, Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur,<br>
Kristján Eiríksson sérfræðingur á Árnastofnun, Páll Sigurðsson prófessor,<br>Sjöfn Kristjánsdóttir handritafræðingur, Sölvi Sveinsson cand mag og<br>Þórgunnur Snædal rúnafræðingur.<br>Þá mun hljómsveit þjóðfræðinga flytja nokkur lög og Rósa Þorsteinsdóttir<br>
sérfræðingur á Árnastofnun kveða rímur.<br><br>Fundarstjórar verða Ólafur Ögmundarson og Ragna Ólafsdóttir.<br><br>Boðið verður upp á veitingar.<br><br>Nánari dagskrá verður tilkynnt er nær dregur þinginu.<br clear="all">
<br><br>