<font size=3 face="Book Antiqua"><b>Föstudaginn 14. maí verða tveir fyrirlestrar
um samtímaljósmyndun haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrri
fyrirlesturinn fjallar um finnska samtímaljósmyndun, en sá seinni um lettneska
samtímaljósmyndun. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og eru öllum opnir.</b></font>
<p><font size=4 color=#000080 face="Book Antiqua"><b>Kl. 12:15: Finnsk
Samtímaljósmyndun</b></font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Harri Pälviranta fjallar um ljósmyndaröðina
Barinn (Battered) sem má sjá á sýningunni <i>Núna-The Present is Now</i>
í Norræna Húsinu á dagskrá Listhahátíðar 2010. Fyrirlesturinn er
unnin í samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara.</font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Léttar veitingar í boði Finnska sendiráðsins.
</font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Harri Pälviranta </b>(f.1971) útskrifaðist
með BA gráðu í ljósmyndun frá Turku Arts Academy 2000 og með MA fjölmiðlafræði
frá Háskólanum í Turku 2005. Hann vinnur nú að doktorsgráðu í ljósmyndun
við University of Art and Design Helsinki. Helstu viðfangsefni Harris eru
samfélagslega eðlis svo sem ofbeldi og karlmaðurinn. Fræðilega séð
má flokka megin þorra verka hans sem skrásetningu. Með skrásetningu er
þá verið að ýja að hugmyndum svo sem fjöbreytileiki eða frásögn á hinu
raunverulega sem síðan verður að “endursköpuðum raunveruleika”. Verk
hans hafa verið sýnd víða um heim, bæði í einka- og samsýningum. <br>
</font>
<p><font size=4 color=#000080 face="Book Antiqua"><b>Kl. 13:30: Kynning
á lettneskri samtímaljósmyndun</b></font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Inese Baranovska listfræðingur og sýningarstjóri
í Riga heldur kynningu á samtímaljósmyndun í Lettlandi í boði Norræna menningarsjóðsins.
</font>