<font size=3 face="Book Antiqua"><b>Föstudaginn 14. maí verða tveir fyrirlestrar
um samtímaljósmyndun haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrri
fyrirlesturinn fjallar um finnska samtímaljósmyndun, en sá seinni um lettneska
samtímaljósmyndun. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og eru öllum opnir.</b></font>
<p><font size=4 color=#000080 face="Book Antiqua"><b>Kl. 12:15: Finnsk
Samtímaljósmyndun</b></font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Harri Pälviranta fjallar um ljósmyndaröðina
Barinn (Battered) sem má sjá á sýningunni <i>Núna-The Present is Now</i>
í Norræna Húsinu á dagskrá Listhahátíðar 2010. &nbsp;Fyrirlesturinn er
unnin í &nbsp;samstarfi við Félag íslenskra samtímaljósmyndara.</font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Léttar veitingar í boði Finnska sendiráðsins.
</font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Harri Pälviranta </b>(f.1971) útskrifaðist
með BA gráðu í ljósmyndun frá Turku Arts Academy 2000 og með MA fjölmiðlafræði
frá Háskólanum í Turku 2005. Hann vinnur nú að doktorsgráðu í ljósmyndun
við University of Art and Design Helsinki. Helstu viðfangsefni Harris eru
samfélagslega eðlis svo sem ofbeldi og karlmaðurinn. &nbsp;Fræðilega séð
má flokka megin þorra verka hans sem skrásetningu. Með skrásetningu er
þá verið að ýja að hugmyndum svo sem fjöbreytileiki eða frásögn á hinu
raunverulega sem síðan verður að “endursköpuðum raunveruleika”. Verk
hans hafa verið sýnd víða um heim, bæði í einka- og samsýningum. <br>
</font>
<p><font size=4 color=#000080 face="Book Antiqua"><b>Kl. 13:30: Kynning
á lettneskri samtímaljósmyndun</b></font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Inese Baranovska listfræðingur og sýningarstjóri
í Riga heldur kynningu á samtímaljósmyndun í Lettlandi í boði Norræna menningarsjóðsins.
</font>