<div align=center><font size=6 face="Book Antiqua"><b><i>Textíll í víðum
römmum</i></b></font>
<br><font size=5 face="Book Antiqua"><b>og kynning á starfsemi Textílseturs
Íslands</b></font></div>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Þriðjudaginn 20. apríl mun Textílsetur
Íslands í Kvennaskólanum á Blönduósi kynna starfsemi sína í hádegisfyrirlestri
í Þjóðminjasafni Íslands. Í framhaldi mun Birna Kristjánsdóttir frá Háskólasetrinu
á Blönduósi &nbsp;flytja erindið „Textíll í víðum römmum.“ Fyrirlestrarnir
eru hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafns Íslands, en í vor hefur
verið fjallað um íslenska hannyrðahefð í fortíð og nútíð. Dagskráin hefst
kl. 12:05 og tekur um þrjú korter. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.</font>
<p><font size=2 face="Book Antiqua">Titill erindisins ;,Textíll í víðum
römmum“ er skírskotun til ferðalags, &nbsp;með það að markmiði að skoða
textíl. Texti um textíl sem kallar fram fleiri spurningar en svör. Óljósar
myndir textíltilveru &nbsp;samtímans &nbsp;eru dregnar upp, inn í ramma
fagsviðs &nbsp;án landamæra. &nbsp;Birna sinnir rannsóknum í textíl við
Háskólasetrið á Blönduósi og kennir við ferðamáladeild Háskólans á Hólum.</font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_0A546F140A5469D80052349900257706></div>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Með bestu kveðju, <br>
Helga Vollertsen <br>
Kynningarstjóri <br>
Þjóðminjasafni Íslands <br>
v/Suðurgötu <br>
101 Reykjavík <br>
s. 5302222/gsm 8242039</font>