Fimmtudaginn 15. apríl kl:17:00 í stofu 201 í Árnagarði mun Bryndís Björgvinsdóttir flytja fyrirlestur byggðan á meistararitgerð sinni en hún fjallði um um notkun á menningararfi á Íslandi, en hluti heimilda var aflað frá einstaklingum í Torfusamtökunum, þjóðbúningasaumakonum og konum sem koma að Þorrablóti Bolvíkinga.<br>


<br>Umræður um menningararf hafa sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum og nú er svo komið að hann er nánast alls staðar. Sífellt fleiri hlutir, ummerki og atferli eru skilgreind sem menningararfur hinna og þessa hópa - sem beri að varðveita.  Jafnframt vísar fólk gjarnan til menningararfsins er það vill styðja við mál sitt eða koma ákveðnum skilaboðum á framfæri.<br>


<br>Fyrirlesturinn fjallar einna helst um hvernig minnihlutahópar nýta sér menningararf til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri til valdameiri hópa, eða nýta sér hann beinlínis í baráttu um vald.<br><br>Þetta er þriðji og síðasti meistarafyrirlesturinn sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir í samstarfi við Háskóla Íslands.<br>


<br>Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.<br clear="all"><br>-- <br>___________________<br>Félag þjóðfræðinga á Íslandi<br><a href="http://www.akademia.is/thjodfraedingar" target="_blank">www.akademia.is/thjodfraedingar</a><br>

<a href="mailto:thjodfraedingar@gmail.com" target="_blank">thjodfraedingar@gmail.com</a><br>