<div><strong><font size="4">Fiskmarkaðir fyrir almenning<br>Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði?<br></font></strong><br>Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta<br>
vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á<br>hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um<br>fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað<br>
til. Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík<br>og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti<br>nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.<br><br>Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur<br>
Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða<br>samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga<br>menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar,<br>
Hringbraut 121, 4. hæð.<br><br>Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. </div>
<div><br>Á undan fundinum, þ.e. frá kl 16.30-17.00 verður aðalfundur<br>félagsins haldinn samkvæmt áður boðaðri dagskrá.</div>
<div> </div>
<div>Fyrir hönd stjórnar M-s-m<br></div>
<div>Laufey Steingrímsdóttir<br><br>sjá<a href="http://www.matarsetur.is"> www.matarsetur.is</a><br></div><br clear="all"><br>-- <br>ReykjavíkurAkademían<br><br>Hringbraut 121, 107 Reykjavík<br>Sími/Phone: + 354 562 8561<br>
Fax: + 354 562 8528<br>Netfang/email: <a href="mailto:ra@akademia.is">ra@akademia.is</a><br>Veffang/website: <a href="http://www.akademia.is">www.akademia.is</a><br>