<div class="gmail_quote">---------- Forwarded message ----------<br>From: <b class="gmail_sendername">Yelena Sesselja Helgadóttir</b> <span dir="ltr">&lt;<a href="mailto:sesselja@hi.is">sesselja@hi.is</a>&gt;</span><br>Date: 2010/3/16<br>
<br>
<div bgcolor="#ffffff" text="#000000"><p>Þriðja rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu vormisseri
verður
haldið <b>næstkomandi fimmtudag, 18. mars, kl. 20 í húsi
Sögufélagsins,
Fischersundi 3</b>. Þar flytur <b><span style="color: blue;">Jóhannes
B.
Sigtryggsson</span></b>, verkefnisstjóri á málræktarsviði Stofnunar
Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum, fyrirlestur sem hann nefnir <b><i><span style="color: blue;">Handbók
um málnotkun </span></i><span style="color: blue;">– tilurð og
tilgangur</span></b>.
Höfundur lýsir erindi sínu á þessa leið:</p>
<p class="MsoNormal"><i>Handbók um málnotkun </i>er ný ítarleg handbók
með 70
köflum eftir ýmsa höfunda um málnotkun, réttritun og frágang texta. Auk
þess
eru í bókinni upplýsingakaflar um ýmislegt sem varðar íslenskt mál,
t.d.
orðabækur, íslensku sem annað mál og nýyrði. Bókin er ætluð öllum þeim
sem
sýsla eitthvað við skrif og er gefin út á vegum málræktarsviðs
Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum. Í erindinu er fjallað um uppruna verksins og
álitamál sem
komu upp á verktímanum. Fjallað er um tilgang slíkrar bókar, fyrir
hverja hún
er samin og hvernig slík handbók tengist verkefnum málræktarsviðs
Árnastofnunar.</p>
<p class="MsoNormal">Jóhannes B. Sigtryggsson er með M.A.-próf í
íslenskri
málfræði. Hann er verkefnisstjóri á málræktarsviði Stofnunar Árna
Magnússonar í
íslenskum fræðum og meðal verkefna hans þar er að ritstýra <i>Handbók
um
málnotkun</i>. Hann vinnur nú einnig að doktorsritgerð um málið á
Ævisögu Jóns
Steingrímssonar.<br>
</p>
<p class="MsoNormal">Allir eru velkomnir.</p>
<p class="MsoNormal"></p>
<p class="MsoNormal"><span></span></p>
<span style="font-size: 12pt; font-family: &quot;Times New Roman&quot;;"><br>
Bestu kveðjur,<br>
Sesselja Helgadóttir<br>
formaður Félags íslenskra fræða</span>
</div>

</div><br>